Skráningarfærsla handrits

Lbs 5304 8vo

Kvæðakver ; Ísland, 1800-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæði
Athugasemd

Meðal efnis er Geðfró, Tímaríma eftir Jón Sigurðsson, Sendibréf síra Þórarins Jónssonar, Um konur í Ljósavatnssókn, Almanaksvísur Ólafs Þorkelssonar í Háagerði og fleira.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 118 + iii blöð (102 mm x 75 mm).
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur; skrifarar óþekktir.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 19. öld.
Ferill

Handritið virðist hafa verið á Frostastöðum í Skagafirði. Í því má sjá nafnið Rannveig Jónsdóttir, sem gæti verið Rannveig, eiginkona Jóns Espólín. Víða er nafnið Ragnheiður Jónsdóttir skrifað í bókina, ásamt ýmsum öðrum nöfnum. Á blaði 95r eignar Valgerður Jónasdóttir á Stóru-Ökrum sér bókina.

Aðföng

Kom úr Íslandssafni en barst þangað meðal prentaðra bóka sem Vilborg Björnsdóttir afhenti í október 2022.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 14. febrúar 2023 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kvæði

Lýsigögn