Nokkrar vísur sem Bjarni Guðbrandsson hefur skrifað. Borgarnesi í mars 1955.
Pappír.
Aftan við titilsíðu stendur: „Sýslumaður Þorsteinn Þorsteinsson, Búðardal, á þettað kver, frá Bjarna Guðbrandssyni frá Fjósum.“ Með fylgir bréf frá Bjarna til Þorsteins.
Lbs 5257-5302 8vo. Afhent 21. september 2022 af Sigurjóni Páli Ísakssyni en handritin eru úr safni Böðvars Kvaran. Sigurjón keypti handritin í Bókakaffinu í Ármúla á tímabilinu 9. október 2021 – 17. september 2022, fyrir milligöngu Bjarna Harðarsonar og Jóhannesar Ágústssonar. Bókakaffið keypti safn Böðvars árið 2021. Sjá einnig Lbs 1073-1077 fol. og Lbs 5762-5786 4to.