Skráningarfærsla handrits

Lbs 5298 8vo

Sálmabók ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmar
Athugasemd

Óheil sálmabók. Vantar framan af.

Fyrst er Kvöldsálmur, upphaf: „Hædsti Himna kóngur, ...“, eitt laust blað, e.t.v. ekki á réttum stað. Næst er sálmurinn Miserere, textinn hefst í 6. sálmi og endar á 21. sálmi, bls. 55. Síðan taka við sálmar eftir ýmis skáld. T.d. bls. 97: Andleg vikuharpa, eftir Benedikt Magnússon Bech, o.s.frv. Eftir bls. 495: „[Registur] yfir þessa psalma bok.“ Síðan „Thomæ Kingos Saungur.“ Þá er eyða, e.t.v. tvö blöð, svo tveir Tólf stunda sálmar (vantar framan af þeim fyrri), loks fjórir stuttir sálmar og vers.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
258 blöð (145 mm x 96 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari óþekktur.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 18. öld.
Aðföng

Lbs 5257-5302 8vo. Afhent 21. september 2022 af Sigurjóni Páli Ísakssyni en handritin eru úr safni Böðvars Kvaran. Sigurjón keypti handritin í Bókakaffinu í Ármúla á tímabilinu 9. október 2021 – 17. september 2022, fyrir milligöngu Bjarna Harðarsonar og Jóhannesar Ágústssonar. Bókakaffið keypti safn Böðvars árið 2021. Sjá einnig Lbs 1073-1077 fol. og Lbs 5762-5786 4to.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 13. febrúar 2023 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sálmar

Lýsigögn