Skráningarfærsla handrits

Lbs 5263 8vo

Rímur og kvæði ; Ísland, 1800-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-26v)
Rímur af Gesti og Gnatus
Efnisorð
2 (27r-72v)
Rímur af Randver og Ermingerði
Efnisorð
3 (73r-74r)
Ævikvæði

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 74 blöð (164 mm x 100 mm).
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur; skrifarar óþekktir.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 19. öld.
Ferill

Á saurblaði er stimpill: Árni Gíslason póstur Reykjavík. Þar hefur Jakob Sæmundsson einnig ritað nafn sitt og eignað sér handritið. Á bl. 49r er nafnið Torfi Tímóteusson.

Aðföng

Lbs 5257-5302 8vo. Afhent 21. september 2022 af Sigurjóni Páli Ísakssyni en handritin eru úr safni Böðvars Kvaran. Sigurjón keypti handritin í Bókakaffinu í Ármúla á tímabilinu 9. október 2021 – 17. september 2022, fyrir milligöngu Bjarna Harðarsonar og Jóhannesar Ágústssonar. Bókakaffið keypti safn Böðvars árið 2021. Sjá einnig Lbs 1073-1077 fol. og Lbs 5762-5786 4to.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 4. janúar 2023 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn