Skráningarfærsla handrits

Lbs 5057 8vo

Blaðagrein ; Ísland, 1942

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Nýtt kaupkröfufélag og ríkisstjórnin
Athugasemd

Grein eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem birtast átti í Tímanum í byrjun desember 1942, en upplag blaðsins var brennt og grenin aldrei birt, utan sex eintök af innsíðum blaðsins, sem komist höfðu út en niðurlagið vantaði þó. Það fylgir því hér með. Á miða sem fylgir úrklippunni stendur, með hendi Jóns Þórðarsonar prentara, að greinin sé orsök þess að Jónas hætti alveg að skrifa í Tímann.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Tvö blöð blöð. Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Prentað.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1942.
Ferill

Var meðal óskráðra handrita í handritageymslu, kom úr skrifborði Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar 14. júlí 1994. Frá Jóni Þórðarsyni prentara sem hefur ritað á umslag að ekki megi opna umslag þetta fyrr en 25 ár séu liðin frá fráfalli Jónasar Jónssonar.

Sett á safnmark í nóvember 2019.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 19. desember 2019 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn