Skráningarfærsla handrits

Lbs 4946 8vo

Rímnakver ; Ísland, 1879-1888

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Agnars konungs ævi Hróarssonar
Titill í handriti

Agnars konungs ævi Hróarssonar; í ljóð sett af sáluga Árna Böðvarssyni og útgefið eftir hans eign handriti. Prentuð í Hrappsey í því nýja konúnglega bókþrykkeri af Guðmundi Ólafssyni 1777

Upphaf

Agnars sögu upphafs von / álítum með gleði …

Niðurlag

… græði bæði gleði með / góða bjóði stunda.

Skrifaraklausa

Rímnasafn hér framanskrifað tilheyrir ekkjunni Madame Helgu Guðmundsdóttur á Ormsstöðum, og hefur undirskrifaður ritað þær fyrir hana. Páll Friðriksson.

Athugasemd

Uppskrift eftir bók útgefinni í Hrappsey 1777.

Efnisorð
2
Rímur af Sigurði snarfara
Titill í handriti

Rímur af Sigurði snarfara. Kveðnar af síra Snorra Björnssyni presti fyrst á Stað í Aðalvík og síðan á Húsafelli. Þrykktar á Hrappsey af G. Ólafssyni 1779.

Upphaf

Einn ágæltur hilmir hét / Hjaldur trausti fyrr á tíð …

Niðurlag

… yðar gætir sjálfur senn / sá er skapti heima.

Efnisorð
3
Rímur af Hrólfi Kraka
Titill í handriti

Rímur af Hrólfi Kraka eru 11efu fyrstu kveðnar af síra Eiríki Hallssyni en hinar 8ta af Þorvaldi Rögnvaldssyni. Prentaðar í Hrappsey í því nýja konúnglega privilegeraða bókþrykkerí af G. Ólafssyni 1777.

Upphaf

Hófleg skemmtan hrindir þögn / hratt sem myrkir birta …

Niðurlag

… með því fel ég menn og sprund / mildri drottins hendi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
258 blöð (163 mm x 98 mm)
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Páll Friðriksson

Band

Innbundið.

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á níunda áratug 19. aldar.
Ferill

Hulda Björk Þorkelsdóttir bókavörður bókasafns Reykjanesbæjar sendi 28. febrúar 2005 kassa með handritum úr safninu áður Bæjar- og Héraðsbókasafnið í Keflavík. Samskiptin voru að tilhlutan Þórunnar Sigurðardóttur en handritin áttu ekki lengur neitt hlutverk í safninu. Í handritin hefur verið stimplað Bæjar- og héraðsbókasafnið Keflavík auk aðfangaárs sem er 1990 jafnframt hefur verið er skrifað inn aðfanganúmer á titlsíðu. Handritin eru öll innbundin, kjalmerkt og á þau hefur verið settur strikamiði.

Nöfn í handriti: Helga Guðmundsdóttir og Axel B. Magnúsen.

Sjá Lbs 5632-5635 4to og Lbs 4938-4949 8vo.

Sett á safnmark í september 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir skráði 7. september 2015 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Viðgerðarsaga

24. ágúst 2015 voru handritin sett til forvarðar til þess að fjarlægja kjalmiða og lím.

Lýsigögn
×

Lýsigögn