Skráningarfærsla handrits

Lbs 4187 8vo

Rímur af Sörla sterka ; Ísland, 1859-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Rímur af Sörla sterka
Titill í handriti

Rímur af Sörla sterka ortar af Vigfúsi Jónssyni 1859 (nafn hans ritað í rúnum).

Upphaf

Draupnis sveita dýra brú / dansar gleði sólin ...

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
29 blöð (165 mm x 112 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari:

Vigfús Jónsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, síðari hluti 19. aldar.
Ferill

Kverið var í eigu Karitasar Brynjólfsdóttur og Erasmusar Halldórssonar í Botnum í Meðallandi. Karitas var föðursystir Vigfúsar og eru rímurnar ortar fyrir hana.

Halldór Leví eignaðist handritið á uppboði 5. desember 1947 eftir Brynjólf á Merkisteini á Eyrarbakka, son skáldsins.

Aðföng

Gjöf 3. ágúst 1977 frá Þormóði Jakobssyni um hendur Jóns Benónýssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 19. ágúst 2020.

Handritaskrá, 4. aukabindi, bls. 269.

Lýsigögn
×

Lýsigögn