„Rímur af Sörla sterka ortar af Vigfúsi Jónssyni 1859 (nafn hans ritað í rúnum).“
„Draupnis sveita dýra brú / dansar gleði sólin ...“
Pappír.
Kverið var í eigu Karitasar Brynjólfsdóttur og Erasmusar Halldórssonar í Botnum í Meðallandi. Karitas var föðursystir Vigfúsar og eru rímurnar ortar fyrir hana.
Halldór Leví eignaðist handritið á uppboði 5. desember 1947 eftir Brynjólf á Merkisteini á Eyrarbakka, son skáldsins.
Gjöf 3. ágúst 1977 frá Þormóði Jakobssyni um hendur Jóns Benónýssonar.
Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 19. ágúst 2020.
Handritaskrá, 4. aukabindi, bls. 269.