Pappír.
Á bls. 125 stendur: „Þessar rímur á húsfrú Sólrún Sæmundsdóttir á Tindum, svo Sólrún Finnbogadóttir.“
Einnig eru nöfn Hjartar Líndal og Ragnhildar Líndal í handritinu.
Lbs 3682-3683 8vo, gjöf frá sonardóttur höfundar, Ragnhildi Líndal Wiese, dóttur Hjartar Líndal.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 3. aukabindi, bls. 165-166.
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 8. september 2016.