Skráningarfærsla handrits

Lbs 3609 8vo

Rímnakver ; Ísland, 1885-1888

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-25v)
Rímur af Snæ kóngi
Titill í handriti

Rímur af Snjár konungi, skrifaðar á Skjaldfönn árið 1885 af Sólv. Ásgeirsd.

Upphaf

Ævintýri eitt ég fann, / uppteiknað af fróðum …

Athugasemd

Fimm rímur.

Efnisorð
2 (26r-39v)
Rímur af Ajax keisarasyni
Titill í handriti

Rímur af Ajax keisarasyni, ortar af Jóni Hjaltasyni árið 1865

Upphaf

Stattu Freyja helg mér hjá, / helst það gæfu stýri …

Athugasemd

Þrjár rímur.

Efnisorð
3 (40r-71v)
Rímur af Tútu og Gvilhelmínu
Titill í handriti

Rímur af prinsinum Tútó og prinsessunni með langa nefið, ort af handlæknir Hallgrími Jónssyni

Upphaf

Efnið kemur máls á met, / myndar nýja gleði …

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
4 (72r-74r)
Ríma af Grábróður
Titill í handriti

Ríma af Grábróðurnum í Norðra 1847, ort af Lýði Jónssyni

Upphaf

Nú skal spyrja þar að þjóð, / það er spaug og gaman …

Athugasemd

45 erindi.

Efnisorð
5 (75r-81v)
Ungamannskvæði
Titill í handriti

Ungamannskvæði

Upphaf

Styttir dægur stundir, tíð og árin, / erinda smið sem þroskast þér …

Skrifaraklausa

Þetta kvæði er endað 2. nóvember 1887 párað af S. Ásgeirsd. (81v)

Athugasemd

106 erindi.

6 (82r-90r)
Æviríma Sigurðar Helgasonar
Titill í handriti

Ævisaga Sigurðar Helgasonar frá Jörfa

Upphaf

Var ég skýrum virðum hjá / í Vogi á Mýrum fæddur …

Athugasemd

102 erindi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 90 blöð (160 mm x 101 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Solveig Ásgeirsdóttir

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1885-1888.
Aðföng

Lbs 3601-3615 8vo, keypt 12. október 1963 af Indriða Indriðasyni rithöfundi, en hann fékk á Skjaldfönn þar sem Hólmfríður Indriðadóttir systir hans var húsfreyja.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Gríms M. Helgasonar og Lárusar H. Blöndal á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 3. aukabindi, bls. 157.

Arnheiður Steinþórsdóttir jók við skráningu 23. júlí 2020 ; Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 2. maí 2017.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn