Skráningarfærsla handrits

Lbs 3566 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1800-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Kveðskapur
Athugasemd

Málsháttavísur, Mikaelsborgarbréf, Viðvörun við lífláti Friðriks Sigurðssonar

2
Vísur og reikningsreglur
Athugasemd

Bæjavísur um Austur- og Vestur-Fljót, Agnesarkvæði, Ekkjukvæði, vikudagavers og hestavísur. Hér eru og reikningsreglur í brotareikningi og þríliðu, skrifaðar af séra Sigurði Arnórssyni að Mælifelli fyrir son hans, Pétur að Sjávarborg.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; skrifarar:

Sigurður Arnórsson

Aðrir óþekktir

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 19. öld.
Ferill

Kverið er merkt séra Páli Halldórssyni á Bergsstöðum.

Jóhanna Ólafsdóttir hefur átt kverið 1879 og gaf það syni sínum, Sveini Péturssyni á Miklahóli, árið 1880.

Í bandi er bréf til Péturs Guðlaugssonar á Miklahóli frá Halldóri Guðmundssyni á Brún, dags. 26. apríl 1873.

Aðföng

Lbs 3564-3566 8vo, gjöf úr Háskólabókasafni.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Gríms M. Helgasonar og Lárusar H. Blöndal á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 3. aukabindi, bls. 149 .

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 22. júlí 2020.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn