Skráningarfærsla handrits

Lbs 3395 8vo

Davíðssálmar ; Ísland, 1727

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Davíðssálmar
Athugasemd

Skrifaðir eftir útgáfu á Hólum frá 1675. Aftan við er iðrunarsálmur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
135 blöð (153 mm x 95 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari:

Helgi Oddsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1727.
Ferill

Á fremra spjaldblaði eru nafnstafir séra Helga Sigurðssonar á Melum undir lítilli greinargerð um ritarann.

Nöfn í handriti: Árni Árnason, M. Stephensen (aftasta blað v); Elín Eiríksdóttir (síðara skjólbað v).

Aðföng

Lbs 3372-3402 8vo, gjöf til Íslands frá Sigurði Bárðarsyni smið, er bjó um skeið á Jörfa, en fluttist til Vesturheims sumarið 1886. Sonur Sigurðar, Leo Breiðfjörð , sendi Háskóla Íslands handritin 1952 , en síðan voru þau afhent Landsbókasafni til eignar. Sum handritin eru með nafni séra Helga Sigurðssonar á Melum, en handrit úr fórum hans voru send börnum hans vestur um haf að honum látnum 1889.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Gríms M. Helgasonar og Lárusar H. Blöndal á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 3. aukabindi, bls. 134 .

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 21. júlí 2020.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn