Skráningarfærsla handrits

Lbs 3234 8vo

Kvæði og sálmar ; Ísland, 1843-1845

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Gömul kvæði og fornsálmar
Titill í handriti

Gömul kvæði, ýmislegir forn-sálmar og marg smávegis

Athugasemd

Hér eru meðal annars Dagtíðarvers, Grýlukvæði, Harmabót, Langloka, Nýungasálmur, Zethskvæði, þulur og annar fróðleikstíningur.

2
Útfararræða yfir barni
Titill í handriti

Líkræða yfir barninu Guðlaugu sálugu Vigfúsdóttur

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ij + 156 blaðsíður (140 mm x 80 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifarar:

Halldór Pálsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1843-1845.
Ferill

Handritið er merkt Maríu Halldórsdóttur við efnisyfirlit, ef til vill með hennar hendi.

Lbs 3234-3235 8vo, gjöf frá Magnúsi Halldórssyni frá Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu, en honum gaf Daníel bróðir hans.

Aðföng

Afhent Þjóðskjalasafni 18. mars 1954 af Bjarna Árnasyni á Akranesi og þaðan eru handritin komin til Landsbókasafns. Handritinu fylgir greinargerð Bjarna um feril þeirra.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Lárusar H. Blöndal á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 2. aukabindi, bls. 130.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir jók við færsluna 13. apríl 2021.

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 20. júlí 2020.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn