Skráningarfærsla handrits

Lbs 2666 b 8vo

Levys kennslubók handa yfirsetukonum ; Ísland, 1871

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Levys kennslubók handa yfirsetukonum
Athugasemd

Lbs 2666 8vo skiptist í a og b og er hér hluti b. Innihald Lbs 2666 a 8vo eru ýmis gögn úr fórum hjónanna Þorsteins Árnasonar hreppstjóra og Matthildar Guðmundsdóttur ljósmóður á Dýrhólum í Mýrdal. Einnig nokkuð er varðar Elínu dóttur þeirra. Lbs 2666 b 8vo inniheldur einungis eina prentaða bók; Levys kennslubók handa yfirsetukonum eftir Carl Edvard Marius Levy frá 1871, innbundna í skinnband. Innan í bókinni er umbúðarpappír með mynd af fjallkonunni frá 1874 (tilefnið hefur verið 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar), en líklega er um að ræða umbúðir utan af súkkulaði. Bókin er eflaust úr fórum Matthildar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
356 blaðsíður (um 175 mm x 110 mm).
Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, bókin er prentuð 1871 í Reykjavík.
Aðföng

Gjöf frá Elínu Þorsteinsdóttur frá Dyrhólum í Mýrdal, síðar húsfreyju í Vestmannaeyjum, haustið 1939.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 108.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 12. september 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn