Skráningarfærsla handrits

Lbs 2662 8vo

Bænir og vikusálmar ; Ísland, 1650-1750

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Bæna- og vikusálmakver
Athugasemd

Brot, skeytt saman úr tveimur handritum og virðist hið síðara nokkuð yngra, gæti verið frá öndverðri 18. öld.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
143 blöð (123 mm x 78 mm).
Skrifarar og skrift
Tvær hendur, óþekktir skrifarar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, lok 17. aldar og öndverð 18. öld.
Ferill
Fyrra kverið hefur átt Eyjólfur Bjarnarson 1697 og gefið það sama ár syni sínum Andrési.
Aðföng

Lbs 2661-2662 8vo keypt í desember 1939 að Guðmundi Einarssyni fornbókasala.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. aukabindi, bls. 107.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði 26. janúar 2022.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn