Skráningarfærsla handrits

Lbs 2603 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1870-1880

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Ættartölubrot sóknarmanna í Stóradalssókn árið 1808
Höfundur
Titill í handriti

Ættartölubrot … dregið af Stóradals kirkju húsvitjunarbók, eftir prófastinn séra Jón Jónsson á Holtsstað, við húsvitjan árið 1808.

Athugasemd

Hér er einnig manntal sömu sóknar fyrir árið 1834. Bæði eftirrit Bjarna Guðmundssonar ættfræðings.

2
Ættliðir Fljótshlíðarmanna úr sóknarbókum 1781-1806
Titill í handriti

Nafna registur yfir dáið og gift merkisfólk í Fljótshlíðar þingum innan Rangárvallasýslu, með fæðingar datói og ættliða framhaldi. Uppskrifað eftir sóknarbókum sömu sókna, frá 1781 til 1806 eða lengra

Athugasemd

Eftirrit Bjarna Guðmundssonar ættfræðings.

3
Ábúendur og bæjarnöfn í kirkjusóknum í Austur-Skaftafellssýslu um 1830
Titill í handriti

Bæjanöfn á kirkjusóknum í Eystri Skaftafellssýslu.

Athugasemd

Eftirrit Bjarna Guðmundssonar ættfræðings. Ritað eftir kirkjubókum frá því um 1830.

4
Eftirrit úr sóknarmannatölum og prestþjónustubókum Hvalsnes- og Útskálaprestakalls 1758-1877
Athugasemd

Eftirrit Bjarna Guðmundssonar ættfræðings. Inn á milli er brot úr ættartölu Jórunnar Indriðadóttur (vinnukonu á Flókastöðum árið 1860) og aftasta blaðið er brot úr ættartölu Jóns Guðmundssonar bónda og hreppstjóra á Stóru-Mörk. Sömuleiðis eftirrit Bjarna.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
95 blaðsíður + 76 blöð (178 mm x 117 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Bjarni Guðmundsson

Band

Óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1870-1880.
Aðföng

Lbs 2574-2638 8vo, dánargjöf Hannesar Þorsteinssonar til Háskóla Íslands. Keypt þaðan af Alþingi og afhent Landsbókasafni haustið 1938.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 99.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 12. ágúst 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III

Lýsigögn