„Ættartala herra Gísla Tómassonar frá Hamarendum, nú í Am[e]ríku árið 1883.“
„Ættartala herra Guðmundar Bjarnasonar á Stardal í Stokkseyrarhverfi, með helstu æfi atriðum merkustu manna og ættfólki hans. Saman skrifuð eftir sögu Íslands, og fræðibókum þeim sem þar til þéna sem eftirfylgjandi ættartala greinir. Íragerði Eystra ritað í janúar mánuði ár 1893, B[jarni] Guðmundsson“
„Ættartala bóndans Guðmundar Erlendsson[a]r á Hagakoti ásamt konu hans og barna. Með helstu æfiágripum merkustu manna og athugasemdum frá fyrri tímum. Skrifuð árið 1881 af B[jarna] Guðmundssyni“
„Ættartala Guðmundar Ísakssonar á Hömrum, með helstu manna æfiágripum frá fornöld skrifuð 1878 af B[jarna] Guðmundssyni á Kirkjuvogi“
„Einfalt æfiágrip eða lýsing eftir góða barnið Guðríði, einkadóttir Bjarna Guðmundssonar sem deiði að Fuglavík 23[.] nóv. 1875, sem sártharmandi faðir og móðir tregar“
Guðríður Bjarnadóttir var dóttir höfundar, þ.e. Bjarna ættfræðings.
Rifnað hefur frá efstu blöðum og því er allur titill ekki sýnilegur. Í handriti segir Bjarni ættfræðingur að Guðríður sé fædd 18. desember 1847 en á vef Íslendingabókar stendur 8. desember 1847.
„Ekkja Guðrún Ólafsdóttir á Hafnarfirði. Hennar ættartala, með merkustu manna æfiágripum frá fyrri öldum. Skrifuð árið 1879 af B[jarna] Guðmundssyni“
„Ættartala Guðrúnar Stefánsdóttur prests í Fljótshlíðarþingum. Skrifuð þúsund ára þjóðhátíðar sumarið 1874 af B[jarna] Guðm[unds]s[yni]“
„Ættartala Guðrúnar Þóroddsd[óttu]r vinnukonu á Sjónarhól á Vatnsleysuströnd ásamt hennar systkina. Með æfiágripum og athugasemdum merkustu manna frá fornöld í sambandi við sögu Íslands yfir 1000 ár, til núverandi tíma, og þeim tilvitnuðu fræðibókum, og þeim sagnaritum sem eftirfylgjandi ættartala greinir. Rituð í Reykjavík í ágúst mánuði árið 1887. B[jarni] Guðmundsson“
„Ættartala konunnar Hallgrímu Hallgrímsdóttur á Kotleysu í Stokkseyrarhepp ásamt hennar systkina, skrifuð 1879“
„Ættartala við ætt Hugborgar Bjarnadóttur og föður henn[ar] Bjarna Jónssonar Holti á Síðu og allra þeirra barna“
„Ættartala Ingibjargar Kaprasíusdóttur konu Jóns Ásmundssonar á Hjalla við Reykjavík, með framhaldi á hans móðurætt. Með helstu æfiágripum og athugasemdum merkustu manna frá fyrri tímum. Skrifuð árið 1881 af B[jarna] Guðmundssyni“
„Ættartala herra Ingimundar Sigurðssonar á Bakka við Reykjavík, með helstu æfiágripum merkustu manna og athugasemdum frá fyrri tímum. Skrifuð ár 1882 af B[jarna] Guðmundssyni“
„Ættartala maddömu Ingunnar Eyjólfsdóttur á Ólafsvöllum á Skeiðum ásamt þeirra systkina með einstöku helstu æfiágripum merkismanna frá fyrri tímum, eftir samanburði helstu fræðibóka sem tilheyra sögu Íslands yfir 1000 ár, til núverandi tíma, og þeim tilvitnuðu bókum, og handritum sem eftirfylgjandi ættartala greinir. Rituð í Reykjavík í mars og apríl mánuðum ár 1888. B[jarni] Guðmundsson“
Pappír.
Blöð bundin saman í heftum.
Lbs 2574-2638 8vo, dánargjöf Hannesar Þorsteinssonar til Háskóla Íslands. Keypt þaðan af Alþingi og afhent Landsbókasafni haustið 1938.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 97-98.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 17. júlí 2024.