„Hlíðarendaættir og annáll með æfisögubrotum þeirra manna er þar hafa búið og ýmsra fleiri höfðing[j]a og ættmanna S[igurðar] B. Sívertsen á Útskálum og svo fleiri sérstakir ættliðir í niðurstígandi línu til þeirra manna er nú lifa árið 1881.“
Lbs 2591-2592 8vo (tvö bindi) inniheldur Hlíðarendaættir til séra Sigurðar Br. Sívertsens að Útskálum með ævisögubrotum ættmenna hans. Um er að ræða eftirrit með hendi Bjarna Guðmundssonar ættfræðings, sbr. því sem segir fremst í Lbs 2591 8vo.
Pappír.
Innbundið.
Lbs 2574-2638 8vo, dánargjöf Hannesar Þorsteinssonar til Háskóla Íslands. Keypt þaðan af Alþingi og afhent Landsbókasafni haustið 1938.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 97.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 3. júlí 2024.