Skráningarfærsla handrits

Lbs 2568 8vo

Rímur og kvæði ; Ísland, 1810-1833

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Tímaríma
Titill í handriti

Tíma ríma ort af Jóni Sigurðssyni sýslumanni í Dalasýslu

Upphaf

Oft eru kvæða efnin rýr …

Efnisorð
2
Kvæði
Athugasemd

Aftan við Tímarímu Jóns Sigurðssonar eru nokkur kvæði og er eitt þeirra eftir séra Hallgrím Pétursson. Næst síðasta kvæðið er sálmur og líklega er hann ritaður með annarri hendi en það sem er framan við í handriti. Þar stendur: Skrifað þann 6ta apríl, 1833 - af E.[?] Ólafssyni.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
33 blöð (110 mm x 82 mm).
Skrifarar og skrift
Tvær hendur: skrifarar;

Óþekktur skrifari (að mestu ritað með þessari hendi)

E.[?] Ólafsson

Band

Blöð bundin saman.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1820 og 1833.
Aðföng

Lbs 2559-2573 8vo, keypt haustið 1938 af Jóni Jónatanssyni á Öngulsstöðum, en hann fékk handritin eftir föður sinn, Jónatan Þorláksson á Þórðarstöðum.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 89.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 6. júní 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn