Í fyrra bindinu eru erfiljóð, grafskriftir og tækifæriskvæði en í seinna bindinu eru drykkju- og ástarkvæði. Meðal efnis er meðal annars Biðilsbragur og erfiljóð eftir Geir biskup Vídalín. Rímurnar liggja inn á milli kvæðanna. Hér er meira af kveðskap Guðnýjar Jónsdóttur en annars staðar.
Pappír.
Skinnheft, 2 bindi.
Keypt af Fríðu Gísladóttur í Reykjavík, haustið 1937, en hefir verið í eigu síra Tryggva Þórhallssonar.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. aukabindi, bls. 85-86.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði 25. janúar 2022.