„Frá Árna í Háa-Gerði.“
Þáttur af Árna Guðmundssyni í Háagerði, uppskrift Vilmundar Jónssonar landlæknis. Skráð eftir frásögn Haraldar Leóssonar skólastjóra á Ísafirði og Hans Einarssonar kennara á sama stað.
„Þáttur af Árna Guðmundssyni í Háagerði.“
Með hendi Jónasar Rafnars yfirlæknis á Kristnesi í Eyjafirði. Í bókinni Eyfirzkar sagnir eftir Jónas Rafnar frá 1977 (fimm árum eftir andlát hans) er kafli sem ber heitið „Þáttur af Árna í Háagerði“, sjá bls. 86-103. Hann er ekki orðréttur miðað við uppskrift hans hér en efnistökin eru þau sömu. Bókarkaflinn þó heldur ítarlegri.
Bréfritari : Jónas Jónasson Rafnar
Viðtakandi : Vilmundur Jónsson
1 bréf, dagsett 1. desember 1936. Með liggur þetta bréf frá Jónasi til Vilmundar landlæknis. Af efnistökum bréfsins að dæma virðist Vilmundur hafa sent Jónasi uppskrift sína og Jónas skrifað upp þáttinn og bætt við hann. Síðan hefur hann líklega sent Vilmundi uppskriftirnar aftur ásamt bréfinu, enda er Lbs 2509 8vo komið frá Vilmundi til Landsbókasafnsins.
Pappír.
Eitt hefti + 18 laus blöð.
Gjöf frá Vilmundi Jónssyni landlækni í desember 1936.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 78-79.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 14. maí 2024.