Skráningarfærsla handrits

Lbs 2506 8vo

Rímnakver ; Ísland, 1829

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Rímur af Otúel frækna
Titill í handriti

Hér skrifast rímur af … Otúel kappa kveðnar af Guðmundi Bergþórssyni en að skriftinni endurnýjaðar Anno 1829

Upphaf

Fjölnis læt ég flæðar gamm / í flegðu veðri skríða, …

Athugasemd

8 rímur.

Efnisorð
2
Rímur af Kiða-Þorbirni
Titill í handriti

Hér skrifast rímur af Maurhildi kveðnar af séra Þorsteini Jónssyni fyrrum sóknarpresti að Dvergasteini

Upphaf

Gunnblinds hani gef þig til / að gala lítinn tíma, …

Athugasemd

4 rímur. Rímurnar eru einnig stundum nefndar Rímur af Maurhildi mannætu.

Efnisorð
3
Rímnabrot
Athugasemd

Aftan við liggja sundurlaus rímnabrot, m.a. úr Jasonarrímum.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
71 blöð (163 mm x 103 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Jón Þorvarðsson

Skreytingar

Fremst í handritinu er lítillega skreytt rammatitilsíða.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1829.
Aðföng

Lbs 2489-2508 8vo, keypt í desember 1936 úr dánarbúi Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 78.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 14. maí 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn