Skráningarfærsla handrits

Lbs 2480 8vo

Kvæðasafn ; Ísland, 1860-1864

Titilsíða

Lítið ljóðmæla-safn. Safnað af Jóni Sigurðssyni á Steinum.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæðasafn
Athugasemd

Í safninu eru m.a. ljóðabréf, erfiljóð, tækifærisvísur, rímnaháttalykill og málrúnanöfn. Ljóðabréfin eru samin af þremur einstaklingum: Jóni Sigurðssyni skrifara handritsins og systrunum Jódísi og Margréti Sveinsdætrum frá Hofi í A-Skaftafellssýslu. Jón yrkir fjögur ljóðabréf til Jódísar og þrjú til Margrétar. Eftir Jódísi eru fimm ljóðabréf en sex eftir Margréti, öll stíluð á Jón (þ.e. ort til hans).

Einnig eru aftar í handriti nokkrar vísur eftir Jón og Jódísi ásamt ýmis konar kveðskap líkt og segir hér að ofan. Þó er einungis einn höfundur til viðbótar nafngreindur: Jón Þorkelsson á Heiði á Síðu (sjá málrúnanöfn aftast í handriti).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
206 + 12 blaðsíður (170 mm x 106 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Jón Sigurðsson

Band

Skinnband með tréspjöldum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1860-1864.
Aðföng

Afhent í maí 1936 af Páli Jónssyni verslunarmanni frá Hjarðarholti.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 75.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 30. apríl 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kvæðasafn

Lýsigögn