Skráningarfærsla handrits

Lbs 2425 8vo

Rímur af Bragða-Mágusi ; Ísland, 1830-1850

Titilsíða

Rímur af Mágusi Jarli og Ámunda sonum ásamt Vilhjálmi Láussyni og Geiratli Jarli. Ortar af sál[uga] Jóni Ólafssyni á Þormóðsstöðum í Eyjafirði.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Rímur af Bragða-Mágusi
Upphaf

Herjans vildi ég Horna sund, / hýru mengi bjóða, …

Athugasemd

40 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
462 blaðsíður (165 mm x 103 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Ólafur Eyjólfsson

Skreytingar

Titill á titilsíðu er flúraður.

Band

Skinnband, gylling á kili og á honum stendur: Mágusar Rímur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1840.
Ferill
Eigandanöfn eru bæði fremst og aftast í handriti: Á fremra saurblaði kemur fram að Símon Jónas Kristjánsson eigi handritið (1882). Hann var þá vinnumaður að Gilsá í Eyjafirði en gerðist síðar bóndi í Ölversgerði í sömu sveit. Þá stendur við rímnalok að Þorbjörg Jónsdóttir í Hleiðargerði í Eyjafirði eigi bókina (1867).
Aðföng

Lbs 2416-2445 8vo, gjöf úr dánarbúi Ólafs Marteinssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 343.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 12. apríl 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn