Lbs 2221 b 8vo er ósamstæður tíningur, samansafn af blöðum úr ýmsum áttum og innihaldið því ýmislegt. Lang mest af því er þó kveðskapur og eru ofangreindir höfundar nafngreindir í handritinu.
„Æfi sögu flokkur séra Einars Sigurðssonar í Heydölum“
„Æfi ágrip Guðmundar Filippussonar“
Auk æviágripsins eru hér nokkrir kveðlingar eftir Guðmund.
Af öðru sem er í handritinu má til dæmis nefna skrá með nöfnum á nokkrum sögum, örfá sendibréf, minnismiða, reikning frá Gránufélagsverslun á Vestdalseyri við Seyðisfjörð stílaðan á Sigmund Matthíasson Long og fleira.
Pappír.
Óinnbundið.
Lbs 2141-2223 8vo, gjöf úr dánarbúi Sigmundar Matthíassonar Long 1925.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 429.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 19. febrúar 2024.