Skráningarfærsla handrits

Lbs 2156 8vo

Andlegt kvæðasafn ; Ísland, 1760-1779

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Guðspjallasálmar
Athugasemd

Lbs 2156-2157 8vo var upphaflega eitt handrit með hendi Jakobs Sigurðssonar. Um var að ræða andlegt kvæðasafn í tveimur hlutum bundið í skinnband. Sigmundur Matthíasson Long eignaðist handritið um 1866 og skipti því árið 1896 upp í tvö bindi eftir hlutunum og eru það Lbs 2156-2157 8vo. Fremstu blöðin hér í Lbs 2156 8vo eru með hendi Sigmundar (uppfylling). Sigmundur fékk handritið frá Jórunni Brynjólfsdóttur í Hnefilsdal og nefndi það Hnefilsdalsbók. Í þessum fyrri hluta eru Guðspjallasálmar eftir séra Einar Sigurðsson, skrifaðir upp eftir Vísnabókinni frá 1612 (Hólaprent) og nokkrir aðrir sálmar þar fyrir aftan eftir séra Ólaf Jónsson á Söndum.

2
Sálmar
Athugasemd

15 sálmar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
348 blaðsíður (149 mm x 95 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu; skrifari:

Jakob Sigurðsson

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1770.
Ferill

Handritið hefur verið í eigu Jórunnar Brynjólfsdóttur húsfreyju í Hnefilsdal í Jökuldal, því Sigmundur Matthíassonar Long segir í Lbs 2157 8vo að hann hafi fengið handritið hjá henni (um 1866).

Aðföng

Lbs 2141-2223 8vo, gjöf úr dánarbúi Sigmundar Matthíassonar Long 1925.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 416.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 22. janúar 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn