Skráningarfærsla handrits

Lbs 2020 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1800-1900

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; danska

Innihald

1
Kver í átta blaða broti
1.1
Karls þáttur vesæla
Athugasemd

Með hendi séra Jóns Hjartarsonar á Gilsbakka.

1.2
Íslands minni
1.3
Reisa séra Helga Grímssonar á Húsafelli og séra Björns Stefánssonar á Snæfoksstöðum til að leita uppi Þórisdal.
Athugasemd

Með hendi séra Hjartar Jónssonar á Gilsbakka.

Efnisorð
2
Ýmisleg opinber gögn o.fl.
2.1
Afrit af yfirlýsingu Geirs biskups Vídalín um umsókn Hjartar Jónssonar um kirkjustaðinn Holt
Athugasemd

Dagsett 14. maí 1805.

Efnisorð
2.2
Skírnarvottorð
Efnisorð
2.3
Lýsing á Stafholtsprestakalli árið 1838 eftir Steingrím Jónsson biskup
Athugasemd

Skrifað 14. maí 1839 í Stafholti. Með hendi séra Böðvars Þorvaldssonar í Stafholti.

2.4
Boðsbréf Bræðrafélagsins í Reykjavík á ball
Athugasemd

Dagsett 3. janúar 1851.

2.5
Predikunarleyfi Hjartar Jónssonar gefið út af Hannesi Finnssyni biskup
Athugasemd

Gefið út 10. september 1795.

2.6
Afskriftir af gögnum er varða byggingarkostnað Síðumúlakirkju
2.7
Veitingabréf fyrir Gilsbakka handa séra Hirti Jónssyni
Athugasemd

Undirritað af Frederik Trampe greifa og stiftamtmanni.

2.8
Skipunarbréf til Jóns Auðunssonar um að vera sáttanefndarmaður í Hvítársíðuhreppi
Athugasemd

Undirritað af Bjarna Thorsteinssyni amtmanni 25. ágúst 1839.

2.9
Meðbælabréf Þorsteins E. Hjálmarsen varðandi umsókn Jóns Hjartarsonar um Gilsbakka
Athugasemd

Skrifað á dönsku og undirritað af Þorsteini 7. júlí 1842. Með liggur annað meðmælabréf vegna sama erindis á íslensku, undirritað 16. apríl af B.G.

2.10
Vitnisburður um Guðbjörgu Pálsdóttur eftir séra Arngrím Bjarnason á Álftamýri
2.11
Greiðsluyfirlýsing Jóns Hjartarsonar (eldri) til Árna sonar síns vegna uppeldis á dóttur sinni Margréti Jónsdóttur
Athugasemd

Dagsett í Fíflholti vestra 22. júní 1826, með hendi séra Jóns Hjartarsonar. Vottar voru Jón Jónsson og Vigfús Guðmundsson og kvitta þeir sjálfir undir, auk þess sem innsigli allra þriggja mannanna eru neðst á greiðsluyfirlýsingunni. Margrét þessi ólst því upp hjá eldri bróður sínum Árna og hefur hún verið töluvert yngri en hann. Ekki tókst að finna frekari upplýsingar um Margréti en hún og Árni hafa e.t.v. ekki átt sömu móðurina.

2.12
Eftirmáli
Efnisorð
2.13
Andsvar til Fjölnis í bundnu máli eftir Sigurð Breiðfjörð
Efnisorð
2.14
Andsvar til Fjölnis eftir Sigurð Breiðfjörð
Efnisorð
3
Sendibréf
3.1
Til Hjartar Jónssonar
Ábyrgð

Bréfritari : Árni Helgason

Bréfritari : Bjarni Thorsteinson Þorsteinsson

Bréfritari : Jóhannes Halldórsson ?

Bréfritari : Jón Hjartarson

Bréfritari : Jónas Scheving Vigfússon

Bréfritari : Þorsteinn Pálsson

Viðtakandi : Hjörtur Jónsson

Athugasemd

17 bréf alls; 7 frá Árna Helgasyni, 1 frá Bjarna Þorsteinssyni, 1 frá Jóhannesi Halldórssyni, 2 frá Jóni Hjartarsyni, 4 frá Jónasi Scheving, 1 frá Þorsteini Pálssyni auk þess sem 1 bréf er frá E. Sverrinouare í Hjarðarholti (óvíst hver það mun hafa verið).

3.2
Til Jóns Hjartarsonar
Ábyrgð

Bréfritari : Árni Helgason

Bréfritari : Jón Thorarensen Bjarnason

Bréfritari : Jón Þorleifsson

Bréfritari : Jónas Jónasson

Bréfritari : Jónas Jónsson

Viðtakandi : Jón Hjartarson

Athugasemd

24 bréf alls; 17 frá Árna Helgasyni, 1 frá Jóni Bjarnasyni, 1 frá Jóni Þorleifssyni, 1 frá Jónasi Jónassyni og 4 frá Jónas Jónssyni.

3.3
Til Þorvalds Jónssonar
Ábyrgð

Bréfritari : Hjálmur Pétursson

Bréfritari : Janus Jónsson

Bréfritari : Jón Jónsson Mýrdal

Viðtakandi : Þorvaldur Jónsson

Athugasemd

3 bréf alls.

4
Önnur bréf
4.1
Sendibréf
Ábyrgð

Bréfritari : Guðlaug Aradóttir

Viðtakandi : Þórunn Vigfúsdóttir

Athugasemd

1 bréf, skrifað 26. maí 1850.

4.2
Sendibréf
Ábyrgð

Bréfritari : Hannes Stephensen

Viðtakandi : Jónas Jónsson

Athugasemd

1 bréf, skrifað 8. október 1844.

4.3
Sendibréf
Ábyrgð
Athugasemd

1 bréf, skrifað 28. janúar 1877. Um er að ræða ljóðabréf og aftan við það eru vísur sem Jakob hefur upphaflega skrifað neðan við bréf til séra Þorvalds Bjarnarsonar á Melstað (þá á Reynivöllum), dags. 22. janúar 1877.

4.4
Sendibréf
Ábyrgð

Bréfritari : Jakob Guðmundsson

Viðtakandi : Lárus Björnsson Blöndal

Athugasemd

1 bréf, skrifað 15. febúrar 1877.

4.5
Sendibréf
Ábyrgð

Bréfritari : Jón Guðmundsson

Viðtakandi : Börge Esaias Bernt Jacobsen

Athugasemd

1 bréf, skrifað 18. júní 1855.

4.6
Sendibréf
Ábyrgð
Athugasemd

1 bréf, skrifað 6. janúar 1864. Óvíst er hver mun hafa verið viðtakandi bréfsins. Um er að ræða eftirrit.

4.7
Sendibréf
Athugasemd

Sendibréf frá íslenskum stúdent í Kaupmannahöfn til vinar síns á Íslandi. Skrifað árið 1832, uppkast, án dagsetningar.

4.8
Sendibréf
Athugasemd

Sendibréf frá (skóla?)pilti til föður síns, prests fyrir norðan. Ódag- og óársett. Bréfið er ekki heilt.

4.9
Sendibréf
Athugasemd

Uppkast að svarbréfi, ódag- og óársett, bréfritari ókunnur.

6
Útfararræða
Athugasemd

Útfararræða yfir Þórunni Vigfúsdóttur, ekkju séra Hjartar Jónssonar á Gilsbakka eftir Jón Halldórsson prófast á Breiðabólstað.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremst í handritinu eru registur skrifaðar af séra Þorvaldi Jónssyni á Ísafirði. Einnig liggur með handriti ítarlegur prentaður listi yfir hvað er í handritið, s.s. titlar, nöfn höfunda o.fl.

Band

Mest óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1800-1900.
Aðföng
Lbs 2020-2022 8vo, keypt 1918 af séra Þorvaldi Jónssyni á Ísafirði.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 394.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 30. nóvember 2023.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn