Miscellanea. Samtíningur í bundnu og óbundnu máli, nýtt og gamalt. III. bindi. Samansafnað og skrifað hefir Halld[ór] Jónsson 1895-1897.
Annað bindi af þremur. Þetta handrit er samtíningur og inniheldur ýmislegt, einkum kveðskap. Af öðru má t.d. nefna skýringar fyrir táknmál, lista yfir presta í Tröllatungu, frásagnir af draumum, stjörnumerki, sendibréf og margt fleira.
Pappír.
Fremst í handritinu (1r) er rammatitilsíða og innan rammans er titillinn skrautskrifaður.
Á blöðum 7v-9v eru skýringarmyndir af höndum fyrir táknmál.
Á blaði 12v er skýringarmynd af hendi og hvernig á að halda á skriffæri.
Stór blómaskreyting er á blaði 18r.
Á blaði 44v er mynd af völvuletri.
Á blaði 73r eru skrautskrifuð þrjú fangamörk.
Á blaði 75r eru skrautskrifuð þrjú fangamörk.
Á blaði 76r eru tvær blómamyndir innan í hringjum og skrautletur fyrir neðan þær.
Á blaði 77r er heilsíðu mynd af stóru blómaskrauti utan um ramma. Innan í rammanum er fullt nafn Halldórs.
Á blaði 116r er mynd af rós ásamt skýringartexta.
Víða handritinu eru bókahnútar eða ígildi þeirra.
Innbundið.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 365-366.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 20. október 2023.