Innan um efni stafrófskversins má finna nokkra personaliu Sandhólaferjufólks, það er Gunnars Filippussonar og niðja hans.
„Hugvinnsmál eður heilræði snúin í vísnalag af Sr. Jóni Bjarnasyni“
Skrifað á fyrri hluta 18. aldar.
„Nytsamleg heilræði, kölluð Barnaljóð kveðinn af Vigfúsi Jónssyni fyrrum prófasti Suður Múlasýslu. Skrifað að nýju árið 1835“
Skrifað 1835.
„Ræða er sakamaðurinn Friðrik Sigurðsson hélt fyrir viðstöddum á sínum aftökustað 12 janúar 1830 í söngvísu snúið af prestinum séra GGS“
Skrifað um 1850.
„Ritlingur um Ljóstoll, með fleira. Samantekinn fyrst 1843, en nú uppskrifaður að nýju og nokkuð aukinn 1847 af Jóni Ingvaldssyni. NB þessi ritgjörð talsvert aukin og umbætt … 1865 af sama Ingvaldssyni“
Eiginhandarrit skrifað 1865.
Pappír.
Lbs 1671-1721 8vo eru keypt árið 1911 úr dánarbúi Valdimars Ásmundssonar, ritstjóra í Reykjavík.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 336-337.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði 10. janúar 2023.