„Útlegging yfir Corn. Nepos samin af Sr. Guðlaugi Þorgeirssyni presti til Garða á Álptanesi og Prófasti í Kjalarnessþingi, frá 1747 til 1781“
Þýðandi : Guðlaugur Þorgeirsson
„Eg dreg af því allan efa Attice minn að þeir muni velflestir vera er álíta þess háttar rit lítilfjörlegt ...“
„... og í þessari bók skýra frá æfisögum hinna veglegu hershöfðingja.“
„Þá Miltiades sonur Cimonis hafði framúr öllum öðrum fremsta álit, bæði fyrir þá grein að hann var kominn af gömlum aðli ...“
„Þetta áleit nú fólkið og vildi því heldur láta straffa hann saklausan en að það væri lengur í ótta.“
„Themistocles sonur Neoclis var Atheniskur; hans uppvaxtar ára lestir lagfærðust með miklum mannkostum ...“
„Hinn sami Thucydides hefur og í frásögur fært, að hans bein hafi verið jörðuð á laun af vinum hans í Atticu þar það leyfðist ekki eftir lögunum með því hann hafði verið dæmdur landráðamaður.“
„Aristides sonur Lysimachi hinn Atheniski, hartnær jafnaldri eða jafningi Themistocles; þar fyrir keppti hann við hann um höfðingjadæmið ...“
„En hann dó hér um IVum árum eftir það, að Themistocles var flæmdur úr Athenuborg.“
„Pausanias hinn Lacedæmoniski var mikilmenni, en þó óstöðugur í öllum sínum lifnaðarháttum.“
„Síðan var hann eftir goða andsvari Apollinis grafinn upp aptur og grafinn í sama stað hvar hann hafði látið líf sitt.“
„Cimon sonur Miltiadis hinn Atheniski átti mjög örðugt uppróðrar í fyrstunni á sínum fyrstu æskuárum, því þá faðir hans hafði ekki getað borgað fólkinu þá peningasekt sem hann var dæmdur í ...“
„... og var það alls engin furða þar hann breytti þannig, þó bæði lifði hann án hættu, og líka yrði harmdauður.“
„Lysander hinn Ladedæmoniski hefur mikið nafn eftir sig látið, hvört hann afrekaði þar meir fyrir sína heppni en manndáð; því það er öllum opinbert að hann hafi gjört útaf við Atheniska ...“
„Þá tilsjónarmennirnir höfðu nú látið Lysandrum ganga burt, og búnir voru að lesa bréfið, fengu þeir honum sjálfum að lesa það. Svo var hann sjálfur sinn eigin áklagari.“
„Alcibiades sonur Cliniæ var Atheniskur; það lítur svo út sem náttúran hafi viljað gjöra tilraun á honum, hvörju hún gæti orkað.“
„... hvað með hann hafa komið því til leiðar, að hann hafi verið haldinn mikill höfðingi, og hafður í miklum kærleika, frá hvörjum sagt sem hann var. En nú er nóg um hann sagt. Eg vil byrja um hina aðra.“
„Thracibulus Lyci son var Atheniskur. Eigi menn að meta mannkostina útaf fyrir sig, án þess að geta lukkunnar, þá er ég í efa um, hvort ég eigi nokk að láta hann sitja í fyrirrúmi fyrir öllum öðrum ...“
„... var hann drepinn í sínu landtjaldi á náttarþeli af barbariskum, er höfðu gjört útfall úr borginni.“
„Conon hinn Atheniski komst til embættis í því Peloponnesíska stríði, og í því var mikið haldið af hans fylgi.“
„Þar á mót hefur sagnameistarinn Dinon, hverjum eg trúi best um þá hluti er Persum viðvíkja, skrifað að hann hafi flúið úr fangelsinu en það leiðir hann í efa, hvort það hafi skeð að vitandi eða óvitandi Tiribazo.“
„Dion sonur Hipparini úr borginni Syracusis var stórættaður maður og var tengdur báðum kóngunum þeim Dionysiis því sá eldri átti Aristomachen, systur Dionis, og með henni 2 syni Hipparinum og Nysæum ...“
„Hann deyði þá hann hafði fimm um fimmtugt; að fjórum árum liðnum frá því hann var kominn aftur úr Peloponneso.“
„Iphicrates hinn Atheniski var ekki svo víðfrægur af miklum afreksverkum sem þeim aga er hann hélt yfir sínum stríðsmönnum. Þar hann var þvílíkur hershöfðingi að hann ekki einasta var til jafns tekinn við þá helstu á þeim tímum er hann lifði ...“
„Sem öllum þótti það undarlegt svaraði hann og sagði: Maklega gjöri eg það því faðir minn svo mikið sem í hans valdi stóð gat mig Thraciskan, en móðir mín þar á móti Atheniskan.“
„Chabrias var Atheniskur maður og talinn með þeim mestu hershöfðingjum og hann framdi marga minnisverða hluti ...“
„... og björguðu sér með sundi. En hann hélt betri ærlegan dauðan en minnkunarfullt líf, og féll því fyrir skotvopnum fjandmannanna, því hann barðist í grennd við þá.“
„Timotheus hinn Atheniski var sonur Cononis. Hann jók með mörgum mannkostum mikið á þá frægð er hann hafði eftir föður sinn ...“
„Þessi var sá síðasti aldur þeirra Athenisku hershöfðingja, Iphicratis, Chabriæ, og Timothei, og ekki var nokkur hershöfðingi eptir þeirra dag verðugur þess að um hann væri ritað eður í frásögur fært.“
„Nú kem ég til hins vaskasta og ráðslungnasta manns meðal allra Barbariskra, að fráteknum tveimur Chartaginiskum Hamilcar og Hannibal, um hvörn ég vil því fleira í frásögur færa sem hans hreystiverk eru flest öll ókunnug ...“
„... áður en nokkur maður gæti komið honum til hjálpar. Svo varð sá maður sem margan hafði unnið með ráðum en aungvan með svikum, fangaður undir vináttuskyni.“
„Epaminondas sonur Polymni var Thebanskur maður. Áður en ég fer að skrifa um hann sýnist sem ég þurfi að geta þess fyrirfram við lesendurnar, að þeir ei beri annarra siðu saman við sína eigin ...“
„... þarámóti hafi hún verið höfuð alls Grikklands svo lengi sem hann réði fyrir stjórnvaldinu, hvar af skiljast má að sá eini maður hafi verið framar en öll borgin.“
„Pelopidas var einn Thebaniskur maður, af hverjum að almenningur veit ei svo að segja sem historiuskrifarar; frá hvörs afreksverkum ég veit ekki hvörnin ég að skýra ...“
„... og var sú orsök til þess að allar borgirnar í Thessalia sæmdu Pelopidam andvana með gullkórónum og koparmyndastyttum og gáfu börnum hans mikið akurlendi.“
„Agesilaus var Lacedamonskur maður, hvörjum Xenophon lærisveinn Socratis svo vel sem aðrir merkilega hrósa af því hann var hans aldavinur.“
„... Þar sem þeir höfðu ei hunang við höndina helltu þeir vaxi í kringum hann svo þeir ættu því hægra með að færa hann heim til Sparta og fluttu hann síðan heim.“
„Eumenes var úr borginni Caria. Hefði sá maður haft lukku eftir því sem hann var vaskur til, þá hefði hann að sönnu ekki verið minni enn þá frægari og framar metinn ...“
„... hvörjir gerðu þar upp á heiðarlegan stríðsmanna hátt og allt herliðið fylgdi honum, en bein hans létu þeir færa í Cappadociam til móður hans, kvinnu og barna.“
„Phocion var Atheniskur að ætt, hver, þó hann væri liðsforingi og hefði hin æðstu völd, þá var þó hans ráðvendni miklu meir orðlögð en hans afreksverk ...“
„... En svo mikið hatur hafði fólkið á honum að enginn frjáls maður vogaði að jarðsetja hann, og því var hann jarðaður af þrælum.“
Önnur rithönd.
„Timoleon var frá Corintuborg. Þar er enginn efi á að allir hafa haldið hann fyrir mikinn mann því honum auðnaðist það sem ég veit ei hvort nokkrum hefur tekist öðrum að hann gat bæði frelsað sinn fæðingarstað sem af harðstjóra var undirþrykktur ...“
„... En sem hann var andaður, var hann grafinn með almennings uppákostnaði af þeim Syracusanisku í æfingaskólanum er kallaður var eftir honum Timolenteum, og öll Sikiley fylgdi honum til legstaðarins (grafarinnar).“
„Þessir, sem ég hefi hingað til talið voru helstu hershöfðingjar Grikklands sem vert er á að minnast fyrir utan kóngana; því þá hefi ég ekki viljað snerta ...“
„... sýnist mér ei fráleitt að ganga ekki þegjandi fram hjá Hamilcare og Hannibale, sem augljóst er að hafa verið framar öllum í Suðurálfunni að hugprýði og kænsku.“
„Hamilcar Son Hannibalis, að viðurnefni Barcas hinn Carthaginski tók að vera fyrir herliði á Sikiley á þeim seinustu tímum í því fyrsta Púniska stríði ...“
„... því sonur hans Hannibal var knúður þar til af sífelldum áminningum föður síns, svo hann vildi heldur láta lífið en þykkjast eki til við Rómverja.“
„Hannibal, sonur Hamilcaris var Carthaginiskur. Sé það satt, hvað enginn dregur í efa, að sá Rómverski lýður hafi verið öllum fremri að dug og hreysti og verður því ekki neitað að Hannibal hafi ...“
„... en nú er mál komið að enda þessa bók og skýra frá hershöfðingjum Rómverja, svo það hægra veitist að álykta, þegar hvorra tveggi afreksverkin eru borin saman, hvörjir framar eiga að metast.“
„Cato upprunninn í Tusculo, er hafði rómverskan borgararétt, dvaldi hjá þeim Sabinsku meðan hann var í uppvexti, áður en hann fór að þéna í embættum ...“
„... Um hans líf og siðferði hefi ég meira skrifað í þá bók sem ég sér í lagi hefi um hann skrifað eftir bón Tit. Pomponii Attici, hvar fyrir ég vísa þeim til þeirrar bókar sem meira vilja vita um Cato.“
„Pomponius Atticus sem var kominn af þeim elstu (: kónga) ættum í Róm hélt ávallt þeirri riddaralegu virðingu (: magt) er hann hafði öðlast af sínum forfeðrum ...“
„... fyrir utan alla viðhöfn var hans jarðarför og fylgdu honum allir góðir menn, og hinn langmesti fjöldi af almúganum. Hann var jarðaður við Appíuveg 5 mílur frá borginni í gröf móðurbróður síns ͻ: Cæcilii.“
s. 152-156 eru auðar.
Pappír.
Lbs 1599-1621 8vo eru frá bókasafni hins lærða skóla í Reykjavík.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 318.
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði 7. janúar 2021. HSÆ skráði í mars 2025.