Skráningarfærsla handrits

Lbs 1194 8vo

Kvæðabók ; Ísland, 1680-1690

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæðabók
Athugasemd

Meðal efnis eru bænir, nýárssálmar, andlátsljóð, háttalyklar, Kaupmannsþénarakvæði, kvæði um Jón biskup Arason og Skaufhalabragur.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
viii + 180 blaðsíður (127 mm x 77 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu, óþekktur skrifari en handritið er líklegast ritað í Árnessýslu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Framan við er yngra efnisyfirlit.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, að mestu um 1680-1690.
Ferill

Á blaðsíðu 172 stendur: Andrés Þorláksson á kverið með réttu, en enginn annar, hver sem það bannar, og er vel að því kominn og Andrés Þorláksson á kverið; njóti sá, sem drottinn vill.

Aðföng

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 230.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 7. september 2022.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kvæðabók

Lýsigögn