Skráningarfærsla handrits

Lbs 962 8vo

Fróðlegur samtíningur, 2. bindi ; Ísland, 1835-1856

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Fróðlegur samtíningur og safn af frásögnum og ljóðmælum ýmsum. Sumt kveðið og sumt samantekið af Daða Níelssyni en sumt af öðrum authorum.
Athugasemd

Eiginhandarrit Daða að mestu.

Alls sjö bindi, meðal efnis er ævisögubrot, annálar, mannalát, kongsbréf, fornskjöl, prestakallaveitingar, ættartölubrot, prestaævir, kvæði, rímur og fleira.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
336 blaðsíður (margvíslegt brot).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu ; Skrifari

Daði Níelsson grái

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1835-1856.
Aðföng

Lbs 961-1234 8vo er keypt 1904 af Jóni Þorkelssyni þjóðskjalaverði. Lbs 961-968 8vo eru til hans komin frá síra Arnljóti Ólafssyni en voru áður í eigu Geirs Vigfússonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 184.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 27. október 2020.

Notaskrá

Lýsigögn