Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 194 8vo

Ljóðmæli flest andlegs efnis, 3. bindi ; Ísland, 1700-1900

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
v + 114 + ii blöð, auk þess eitt innskotsblað milli blaða 18 og 19 (1) (160 mm x 90 mm).
Tölusetning blaða

Eldri blaðtalning, blaðsíður taldar 1- 229 (129), 3 síðustu blaðsíðurnar ranglega merktar 127, 128 og 129 í stað 227, 228 og 229. Auk þess kemur blaðsíða 106 á eftir blaðsíðu 103 og vantar því blaðsíður 104 og 105 , þ.e. bl. 53 er merkt 103 á recto-hlið og 106 á verso-hlið. Blöð hvers efnisþáttar hafa verið merkt 1, 2, 3 . . .

Ástand

Handritið er laust í bandi og saumi. Á blöðum var gömul vond viðgerð sem hefur nú í ágúst 2010 verið losuð upp og endurgerð. Mörg blöð lítillega sködduð en viðgerð.

Skrifarar og skrift
Margar hendur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Efnisyfirlit á fremri saurblöðum 2v-5v með hendi Páls Pálssonar stúdents.

Band

Handritið er í tveimur hlutum, eitt blað 365 x 123 mm er í sér umbúðum.

Fylgigögn

Innskotsblað með hendi Páls Pálssonar stúdents milli blaðs 18v og 19r, leiðrétting eða viðbót við textann á bl. 19r - 22v.

Með liggur eitt blaðSálmur um enduruppreisn Magisters Björns Þorleifssonar superintendents á Hólum á Hólaprentverki, ortur af Magnúsi Illugasyni presti á Húsavík, prentaður á Hólum 1703, hér í uppskrift Jóns Borgfirðings Jónssonar

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 18. og 19. öld.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 46-47.

Sjöfn Kristjánsdóttir frumskráði 5. ágúst 2010 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 25. mars 2020.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 3. ágúst 2010: Viðgert í ágúst.

Myndað í ágúst 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í ágúst 2010.

Notaskrá

Höfundur: Baier, Katharina, Korri, Eevastiina, Michalczik, Ulrike, Richter, Friederike, Schäfke, Werner, Vanherpen, Sofie
Titill: An Icelandic Christmas Hymn. Hljómi raustin barna best., Gripla
Umfang: 25
Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn