Skráningarfærsla handrits

Lbs 60 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Norsk fornbréf
Athugasemd

Nokkur norsk fornbréf og bréf Björgynjarmanna um ránskap Englendinga á Íslandi o.fl. 1425-1426

Efnisorð
2
Ritgerðir
Athugasemd

Ritgerðir lögfræðilegs efnis og skýringar á ýmsum Jónsbókargreinum, þar í um forlagseyri eftir Ólaf Einarsson í Þykkvabæ og Gordius það er Rembihnútur eftir Jón Daðason.

3
Sýslur; eftirgjöld, hafnir, klaustur o.fl.
Athugasemd

Nöfn og sundurdeiling sýlanna hér á landi með eftirgjaldi, höfnum, klaustrum o.s.frv. (1745).

4
Ritgerðir um tíund

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 326 blöð (159 mm x 102 mm).
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; skrifarar:

Þórður Þórðarson

Páll Hákonarson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 18. öld.
Ferill

Lbs 54-63 8vo eru úr safni Hannesar Finnssonar biskups.

Aðföng

Handritasafn Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar var keypt af Valgerði Jónsdóttur 5. júní 1846 og marka kaupin stofnun handritasafns.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði, 1. apríl 2020.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 16.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn