Skráningarfærsla handrits

Lbs 5747 4to

Sögu- og rímnabók ; Ísland, 1836-1855

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-28v)
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Sagan af Þorgeiri Hávarðssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi

Athugasemd

Aftan við er dagsetningin 29. mars 1836.

2 (29r-69r)
Rímur af Dínus
3 (69v-71r)
Sagan af Georgíus Chastríotus
Titill í handriti

Lítil historía af Georgíus Chastríotus eður Schanderberg

Efnisorð
4 (72r-197v)
Rímur af Olgeiri danska
Skrifaraklausa

Endað þann 18da Febr. 1855 af Anónímus (197v).

Efnisorð
5 (198r-236v)
Mágus saga
Titill í handriti

Sagan af Máusi jalli

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 236 + i blöð (210 mm x 165 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari óþekktur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1836-1855.
Ferill

Sett á safnmark 2022.

Víða má sjá nafn Davíðs Davíðssonar, sem meðal annars eignar sér bókina árið 1876.

Aðföng

Lbs 5744–5757 4to, afhent 20. september 2001 af Kristínu Indriðadóttur. Öll handritin koma úr safni Daða Davíðssonar bónda á Gilá í Vatnsdal, A-Hún. og eru sum rituð af honum. Þau voru síðar í eigu föður Kristínar, Indriða Guðmundssonar bónda á Gilá, en hann var systursonur Daða. Handritin voru fyrst afhent Stofnun Árna Magnússonar, sennilega á tíunda áratug tuttugustu aldar en í lok árs 2000 var ákvörðun tekin um að varðveita þau á handritadeild Landsbókasafns. Sjá einnig Lbs 5239–5255 8vo.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 18. júlí 2022 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn