Skráningarfærsla handrits

Lbs 4109 4to

Þúsund og einn dagur ; Ísland, 1810

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Þúsund og einn dagur
Titill í handriti

Stutt ágrip af Þúsund og einum degi. Fyrst af persíanísku á frönsku útlagðar af herra Petis de la Croix meðlim þess konunglega Franska Academíes en nú eftir margra ósk og beiðni á danska tungu settar með kongl. majestatis allra náðugasta Privilegió á íslensku útlagðar anno 1777 af prestinum séra Sigfúsi Sigurðssyni og nú eftir hans eiginhandarriti uppskrifaðar að Melum við Hrútafjörð árið 1810.

Athugasemd

Eiginhandarrit séra Sigfúsar mun vera Lbs 588 4to. Fyrri hluti handritsins er að mestu með hendi séra Ólafs Sívertsen í Flatey en síðari hlutinn með hendi föður hans, Sigurðar Sigurðassonar á Melum í Hrútafirði, síðar að Núpi í Haukadal.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
188 blöð (184 mm x 151 mm).
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ; skrifarar:

Ólafur Sívertsen

Sigurður Sigurðsson

Óþekktur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1810 að mestu.
Ferill

Þórdís Ólafsdóttir í Rauðseyjum átti bókina (titilblað r).

Í bandi er eitt blað úr 8. rímu af Otúel eftir Guðmund Bergþórsson, sendibréfaslitur til Bjarna Jóhannessonar lóss í Bjarneyjum og reikningur frá Flateyjarverslun.

Aðföng

Keypt 1. júní 1964 af Klemens Þorleifssyni barnakennara í Reykjavík.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 14. ágúst 2020.

Skráning Gríms M. Helgasonar og Lárusar H. Blöndal á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. aukabindi, bls. 99-100.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn