Skráningarfærsla handrits

Lbs 3623 4to

Rímnabók ; Ísland, 1744-1761

Titilsíða

Rímnabók samaskrifuð á Ökrum í Mýrasýslu að mestu leyti af Árna B.s. þeim til gamans er iðka vilja en eigandi bókarinnar er Ingveldur Gísladóttir. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (3r-6v)
Ríma af Þorsteini skelk
Titill í handriti

Ríma af Þorsteini skelk kveðin á kvöldvöku haustið 1744 af A. B.

Upphaf

Forðum hafa skáldin skýr / skemmtan framið hrönnum …

Skrifaraklausa

Skrifuð á kvöldvöku að Ökrum 1744 af ÁBöðvarssyni.

Athugasemd

Ein ríma.

Efnisorð
2 (7r-26r)
Rímur af Otúel frækna
Upphaf

Fjölnirs læt ég flæðar gamm / í flegðu veðri skríða …

Skrifaraklausa

Þessar Otúels rímur eru skrifaðar á Ökrum og endaðar þann 22 Januarii anno 1753 af ÁBsyni.

Athugasemd

Átta rímur.

Efnisorð
3 (27r-59v)
Rímur af Víglundi og Ketilríði
Titill í handriti

Rímur af Víglundi væna kveðnar af Ásgrími Magnússyni á Höfða í Norðurlandi.

Upphaf

Skortir síst þau skemmtan lér / skáldin hýru kvenna …

Skrifaraklausa

Skrifaðar á Ökrum og endaðar þann 21. Octobris 1755 af Á. B.syni eftir röngu og rotnu ecamplare, lagfærðar og completeraðar 1761.

Athugasemd

15 rímur.

Efnisorð
4 (61r-92r)
Rímur af Úlfari sterka
Titill í handriti

Rímur af Úlfari sterka og Önundi fríða

Upphaf

Fuglar Sigtýrs fljúgi þið enn / fram af Herjans höllu …

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru skrifaðar á Ökrum og endaðar þann 12. Decembris anno 1757 af ÁBsyni.

Athugasemd

16. rímur. Fyrri átta rímurnar eru eftir Þorlák en seinni átta eftir Árna.

Efnisorð
5 (92v-107r)
Rímur af Haraldi Hringsbana
Titill í handriti

Rímur af Haraldi Hringsbana

Upphaf

Haukar Óma hraði för / Herjans út af rönnum …

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru skrifaðar á Ökrum og endaðar af ÁBsyni þann 25. Januarii anno 1752.

Athugasemd

12 rímur.

Efnisorð
6 (108r-137r)
Rímur af Þorsteini uxafæti
Titill í handriti

Rímur af Þorsteini uxafót

Upphaf

Herjans bið ég haukarnir / hingað fljúga nái …

Skrifaraklausa

Skrifaðar á Ökrum ef svo má kalla af ÁBöðvarssyni. / Þesar rímur eru skrifaðar á Ökrum af ÁBsyni.

Athugasemd

Tíu rímur.

Efnisorð
7 (138r-199r)
Rímur af Trójumönnum
Höfundur
Titill í handriti

Rímur af þeim miklu köppum Trójaborgar, Priamo kóngi, Hectore skerska og öðrum kóngsins Priami sonum kveðnar af Jóni Jónssyni á Berunesi við Reyðarfjörð í Múlasýslu austur anno 1682.

Upphaf

Fróðir meistarar fyrri í heim / fólki skemmtu víða …

Skrifaraklausa

Þessar rímur eru skrifaðar á Ökrum og endaðar þann 13. Augusti anno 1755 af ÁBsyni.

Athugasemd

30 rímur.

Efnisorð
8 (200r-271r)
Rímur af Flóres og Leó
Titill í handriti

Rímur af Flóres og Leó hvörjar fimmtán eru kveðnar af Húsafells-Bjarna en þær síðustu níu af sr. Hallgrími sál. Péturssyni.

Upphaf

Diktuðu sögur og Sónar vess / sagna meistarar forðum …

Skrifaraklausa

Skrifað ef svo má kallast frá miðri 4ðu rímu til enda af Þorkeli Sigurðssyni anno 1756.

Athugasemd

24 rímur. 15 fyrstu eftir Bjarna Jónsson og síðustu 9 eftir séra Hallgrím Pétursson.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 271 + i blað (188 mm x 144 mm).
Skrifarar og skrift
Tvær hendur ; Skrifarar:

Árni Böðvarsson

Þorkell Sigurðsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1744-1761.
Ferill

Bókin hefur verið gerð fyrir síðari konu Árna Böðvarssonar, Ingveldi Gísladóttur (sbr. titilsíðu). Hún er felld saman úr átta kverum með hendi Árna, en mikinn hluta síðasta kversins og titilsíðu hefur Þorkell Sigurðsson ritað og að líkindum látið binda. Síðar hefur bókin komist í eigu Halldóru Þórarinsdóttur, konu Grímólfs Snorrasonar á Jörfa (bl. 1v-2r, sem upphaflega hafa verið límd saman í eitt titilblað, sbr. einnig bl. 60v og 199v).

Nöfn í handritinu: H. Sigurðsson (fremra skjólblað, r); Sigurður Helgason, Sívertsen (bl. 2v); Guðmundur Friðriksson, Björn Gíslason, Páll Grímólfsson (bl. 26v); Ásmundur Þorláksson (bl. 92r). Nafnavísa (bl. 137r): Árni, Hjalti, Auðunn, Steinn, / Oddur, Gvendur, Torfi, Jón, / Grímur, Högni, Gestur, Sveinn, / Gunnar, Skeggi, Björn, Símon.

Sbr. Lbs 3372-3402 8vo.

Aðföng

Lbs 3623-3630 4to, gjöf til Íslands frá Sigurði Bárðarsyni smið, er bjó um skeið á Jörfa, en fluttist til Vesturheims sumarið 1886. Sonur Sigurðar, Leo Breiðfjörð, sendi Háskóla Íslands handritin 1952, en síðan voru þau afhent Landsbókasafni til eignar.

Til Þjóðminjasafns runnu úr þessari sömu gjöf Syrpa séra Helga Sigurðssonar á Melum (nr. 15175) og ljóðakver með hendi séra Helga og Helga sonar hans 1867-1868 (nr. 15174).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 2. desember 2016 ; Handritaskrá, 3. aukabindi, bls. 33.
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
 • Vörsludeild
 • Handritasafn
 • Safn
 • Handritasafn Landsbókasafns
 • Safnmark
 • Lbs 3623 4to
 • Efnisorð
 • Rímur
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn