Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1497 4to

Fornmannasögur ; Ísland, 1883

Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda sjöunda bindi. Skrifaðar eftir gömlum bókum MDCCCLXXXIII (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r)
Efnisyfirlit
2 (3r-17v)
Hálfs saga og Hálfsrekka
Titill í handriti

Sagan af Hálfi konungi og Hálfsrekkum

Upphaf

I kap. Alrekur hét konungur er bjó á Alreksstöðum; hann réð fyrir Hörðalandi …

Niðurlag

… Geirmundr var mestur höfðingi í Breiðafirði. Lýkur hér sögu Hálfs konungs og Hálfsrekka.

3 (18r-54v)
Vilmundar saga viðutan
Titill í handriti

Sagan af Vilmundi viðutan

Upphaf

Vísivaldur er konungur nefndur, hann réði fyrir Hólmgörðum …

Niðurlag

… þeir Hjarandi héldu sinni vináttu til dauðadags. Ljúkum vér hér sögunni af Vilmundi viðutan.

Efnisorð
4 (55r-132v)
Göngu-Hrólfs saga
Titill í handriti

Sagan af Hrólfi Sturlaugssyni, Göngu-Hrólfi

Upphaf

I kap. Svo byrjar þessa frásögu að Hreggviður er konungur nefndur, hann átti að ráða fyrir Hólmgarðaríki, er sumir menn kalla Garðaríki …

Niðurlag

… nú verður hér endir á þessu máli, frá Hrólfi Sturlaugssyni og hans afreksverkum, hafi hvor þökk sem hlýðir og sér skemmtan af gerir, en hinir ógleði er ekki verður at gamni.

5 (133r-158v)
Egils saga einhenta og Ásmundar berserkjabana
Titill í handriti

Sagan af Egli einhenta og Ásmundi berserkjabana

Upphaf

1. kap. Hertryggur hefir konungur heitið hann réð fyrir austur í Rússía, það er mikið land og fjölbyggt og liggur milli Húnalands og Garðaríkis …

Niðurlag

… og hefir síðan enginn hlutur fundist af henni, og öngvu því sem þar var á. Og ljúkum vér þar þessari sögu af þeim fóstbræðrum, Egli hinum einhenda og Gnoðar-Ásmundi.

6 (159r-277r)
Sagan af Núma konungi Pompilssyni
Titill í handriti

Sagan af Núma Pompilssyni konungi Rómverja

Upphaf

I kap. Eigi langt frá staðnum Kúres í Sabínalandi í skógi nokkrum …

Niðurlag

… Æneas, var tróanískur konungsson, nafnfrægur af elsku til föður síns, er hann var út úr báli Trójuborgar; hann var ættfaðir Rómulusar.

7 (277r-332v)
Rémundar saga keisarasonar
Titill í handriti

Sagan af Rémundi Rígarðssyni

Upphaf

I kap. Það er upphaf þessarar sögu að fyrir Saxlandi réði sá keisari er Rígarður hét. …

Niðurlag

… og þótti ágætur konungur og stjórnsamur, og með fyrr sögðu efni, ljúkum vér sögunni af Rémundi Rígarðssyni, og fóstbræðrum hans.

Efnisorð
8 (333r-400v)
Ketlerus saga keisaraefnis
Titill í handriti

Sagan af Ketlerus keisaraefni Alerstorssyni

Upphaf

I kap. Fyrir Úngaría réði konungur sá er Kratínus hét …

Niðurlag

… synir þeirra tóku þá við ríkisstjórn og er margt og merkilegt frá þeim að segja, þó þess sé eigi hér getið; lýkur svo sögunni af Ketlerusi keisaraefni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
ii + 400 + ii blöð (199 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi skrifara: 5-800 (3r-400v).

Blaðmerkt fyrir myndatöku.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson í Tjaldanesi.

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1883.
Aðföng

Magnús Jónsson í Tjaldanesi, seldi, 1909.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. bindi, bls. 536-538 .

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 27. mars 2017.

Viðgerðarsaga

Sennilega endurbundið kringum 1980-1990. Ný saurblöð og nýr kjölkragi.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn