Skráningarfærsla handrits

Lbs 1371 4to

Þýðingar úr grísku og latínu ; Ísland, 1860-1870

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-10v)
Hin þriðja ræða Ciceros móti Catilínu
Höfundur
Upphaf

Þér sjáið, borgarar, að á þessum degi er líf yðar allra eigur yðrar og fjármunir, konur yðrar og börn, og þessi höfuðstaðr hins frægasta ríkis …

Niðurlag

Eg skal sjá um, að þér þurfið eigi að gjöra það lengr og getið lifað í ævinlegum friði.

Efnisorð
2 (11r-19v)
Hin 4. ræða Cicerós móti Catilínu
Höfundur
Upphaf

Eg sé, ráðherrar, að þér hafið allir augastað á mér og horfið á mig; eg sé, að þér eruð áhyggjufullir eigi að eins um þann háska, sem þér eruð í og ríkið …

Niðurlag

… þér hafið þann ræðismann, er eigi hikar við að hlýða úrskurðum yðrum, og getr, meðan hann lifir haldið því uppi, og borið sjálfr ábyrgðina fyrir það.

Efnisorð
3 (20r-29v)
Varnarræða fyrir Archias skáld
Höfundur
Upphaf

Hafi eg nokkrar gáfur, dómarar, en eg finn hve ltlar þær eru, og sé mér nokkuð liðugt um mál, en eg ber eigi á móti því, að eg hafi lagt töluverða stund á mælsku …

Niðurlag

… það vona eg að þér hafið tekið vel upp fyrir mér, dómarar, og eg veit með vissu, að sá hefir gert það, er dómnum stýrir.

Efnisorð
4 (29v-50r)
Ræða Cicerós til varnar fyrir Annius Miló
Höfundur
Upphaf

Þótt eg sé hræddr um, dómarar, að það sé ósæmilegt að æðrast, þá er eg fer að halda ræðu hinum vaskasta manni til varnar og þar sem Titus Annius sjálfr uggir meira um velferð ríkisins …

Niðurlag

Það var eigi að eins sagt frá þessu, heldr var því nálega trúað, og eigi var því fyrr hrundið, en það var rannsakað. Eg hrósaði að vísu …

Athugasemd

Þýðingin er ófullgerð og textanum lýkur í 24. kafla. Síður 50v-52v eru auðar.

Efnisorð
5 (53r-92r)
(43) Fyrri bókin. (46) Fyrsta bréf (47) til (47) Mecenasar
Höfundur
Upphaf

Þú reynir, Mecenas, er eg hefi fyrst um kveðið og mér byrjar síðast um að kveða, að lykja mig aftr inn í hið forna leikmannahús, og hafa menn þó þegar nógsamlega á mig horft …

Niðurlag

… enn ef hann nær í einhvern, heldr hann honum og mer úr honum lífið með lestri sínum, blóðsugan sem eigi sleppir húðinni, fyrr en hún er orðin full af blóði.

Athugasemd

Prentsmiðjueintak sem bréfin hafa verið sett eftir. Gefið út sem Bréf Hórazar. Gísli Magnússon og Jón Þorkelsson íslenzkuðu. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1886.

6 (93r-106v)
Xenophons Memorabilia, 2. bók
Höfundur
Upphaf

Mér virtist hann og hvetja lærisveina sína með þvílíkum viðræðum til þess að temja sér bindindissemi í fýsn matar og drykkjar og munaðar og svefns …

Niðurlag

En ef þú vildir koma einhverjum af vinum þínum til að sjá um þitt, þá er þú værir utanlands …

Athugasemd

Niðurlag kaflans vantar. Þýðingin nær frá upphafi 2. bókar til og með kafla 2.3.12. Síður 107-108 eru auðar.

7 (1093-114r)
Þriðja bók Livíusar
Höfundur
Upphaf

Þá er borgin Antum var unnin, urðu Ti. Aemilius og Q. Fabius ræðismenn. Þetta var sá Fabius Quintus, er einn hafði orðið eptir, þá er ættin eyddist við Cremera.

Niðurlag

… þeir er voru umhverfis hann gátu með naumindum bjargað honum; féllst þá mönnum hans hugr, en óvinunum óx hugr.

Athugasemd

3. bók, kaflar 1-5.7. Síða 114v er auð.

8 (115r-122v)
Homeri Odyssea liber 2
Höfundur
Upphaf

ἃντην, adv. gagnvart, ἐναλίγκιος ἂντην, líkr guðunum, þegar hann er borinn saman við þá; mjög líkr.

Niðurlag

πλίσσειν og πλίσσεσθα vera stórstígr, stika stórum. ἐπιξαφελῶς ákafr; ζα- ὀφέλλειν, auka.

Athugasemd

Orðskýringar við 2.-6. bók Ódysseifskviðu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
122 blöð. (220 mm x 175 mm).
Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þorkelssonar rektors.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1860-1870.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

HSÆ skráði í febrúar 2022.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi, bls. 508.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III

Lýsigögn