Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 896 4to

Sögu- og rímnabók ; Ísland, 1756-1779

Titilsíða

Ein nytsamleg sögu- og rímnabók, til fróðleiks og skemmtunar af ýmsum samanteknar af fornum fræðibókum og framandi ritgjörðum, hefur að gjöf lögréttumannsins monseiur [sic] Thorkels Jónssonar anno 1791 þann 15. janúari með réttu eignast Sigríður sáluga Sigurðardóttur [sic] Hansen (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-2v)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Þessi bók hefur nú inni að halda eftirfylgjandi

2 (3r-12v)
Virgilíus saga
Titill í handriti

Lífssaga þess nafnfræga Virgilii úr hollensku útlögð

Upphaf

Látum oss skrifa um nokkur orð og gjörðir Virgilii og þeim undarlegum hlutum sem hann gjörði bæði í staðnum Róm og víðar annars staðar ...

Niðurlag

… Guð gefi oss góðum dæmum að fylgja og verndi oss frá illu.

Skrifaraklausa

Skrifuð að nýju þann 24. febrúar anno 1756 af Þorkeli Jónssyni (12v)

Baktitill

... og endast hér Lífssaga þess vísa meistara Virgilii.

Efnisorð
3 (13r-45v)
Pontanus saga og Diocletianus
Titill í handriti

Sagan af sjö vísum meisturum

Upphaf

Forðum daga var einn keisari í Róm sem hét Ponthoianus vís og forstandugur ...

Niðurlag

... en þar eftir á því 68da ári hans aldurs varð honum eiturdrykkur inn gefinn og þar skammt eftir lét hann sitt líf

Skrifaraklausa

… Nú að nýju skrifuð á Hrauni í Grindavík, af Þorkeli Jónssyni 1757 d. 14 marti (45v)

Baktitill

Endar hér svo söguna af Pontoviano keisara og hans drottningu. Item hans syni Diocletiano og þeim 7 vísu meisturum.

Efnisorð
4 (45v-60r)
Hervarar saga og Heiðreks
Titill í handriti

Hér byrjast Hervarar saga

Upphaf

Svo finnst ritað í fornum bókum að Jötunheimar voru kallaðir norður um Gandvík en fyrir sunnan Hundingsland ...

Niðurlag

... illur er dómur horna.

Skrifaraklausa

… Nú að nýju skrifuð anno 1758 dag 21. febrúar af Þorkeli Jónssyni á Hrauni í Grindavík (60r)

Baktitill

Og endar hér Hervarar sögu ...

Athugasemd

Samanber útgáfu 1672 í Uppsölum

horna: Misritað fyrir norna

5 (60r-64r)
Samtal stallsystranna Barbáru og Augauttu
Titill í handriti

Hér byrjast samtal stallsystranna Barbáru og Augauttu

Upphaf

Þá gekk Barbara í hús Agauttu með þessum orðum ...

Niðurlag

... fór Barbara heim til síns húss og skikkaði sér vel við sinn mann þaðan í frá og áttu börn saman og endar svo þetta ævintýr.

Skrifaraklausa

Anno 1758 d. 3. marti (64r)

Efnisorð
6 (64v-83v)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Þorsteini Víkingssyni

Upphaf

Logi hefur kóngur heitið, hann réði fyrir því héraði er liggur í norður frá Noreg ...

Niðurlag

... Þess er getið í fornum sögum að Haraldur kesja hafi hefnt föður síns og drepið Jökul á Vallandi í orustu og lýkur hér svo að segja frá Þorsteini og félögum hans.

Skrifaraklausa

Skrifað af Þorkeli Jónssyni á Hrauni í Grindavík anno 1758. d. 5. september (83v)

7 (83v-91v)
Rímur af Sigurði fót og Ásmundi Húnakóngi
Titill í handriti

Rímur af Sigurði fót og Ásmundi Húnakóngi

Upphaf

Þundar læt eg þramma fley / þagnar burt frá inni ...

Niðurlag

... Hallur kallist hróðrar gróður / hlíð góms viður linni.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa dag 16. augusti 1759 á Hrauni í Grindavík af Þorkeli Jónssyni (91v)

Athugasemd

5 rímur.

Ortar 1758.

Efnisorð
8 (92r-138v)
Rímur af Gretti
Titill í handriti

Rímur af Grettir sterka

Upphaf

Skýrt mig orða skortir val / að skemmta fólki fínu ...

Niðurlag

... Annist sína fyrða og fljóð / föðurs hreina náðin blíð.

Skrifaraklausa

að nýju skrifaðar anno 1761, d. 8. janúari af Þorkeli Jónssyni á Hrauni í Grindavík (138v)

Baktitill

Hér endast rímur af Grettir sterka kveðnar af Kolbeini Grímssyni

Athugasemd

20 rímur.

Ortar 1658.

Efnisorð
9 (139r-146r)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Bárði Dumbssyni er kallaður var Snæfellsás

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið. Hann réði fyrir hafsbotnum þeim er ganga af Risalandi í land suður ...

Niðurlag

... þeirra son var Þorvaldur er réði fyrir brennu Blund-Ketils og Þóroddur er fékk Jófríði Gunnarsdóttur.

Skrifaraklausa

Skrifuð anno 1762, 28. september (146r)

Baktitill

og lýkur svo sögu þessari af Bárði Snæfellsás.

Athugasemd

Kaflar 1-10 úr Bárðar sögu.

10 (146r-154r)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Sagan af Gesti syni Bárðar Snæfellsáss

Upphaf

Hér byrjar svo þessa sögu að Miðfjarðar-Skeggi bjó að Reykjum í Miðfirði ...

Niðurlag

... en ekki er þess getið að Oddur hafi börn átt né eftir sig látið.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa dag 4. desember anno 1762 af Þorkeli Jónssyni á Hrauni í Grindavík (154r)

Baktitill

og lýkur hér svo sögunni af Gesti Bárðarsyni.

Athugasemd

Kaflar 11-22 úr Bárðar sögu.

11 (154r-169r)
Rímur af Líbertín og Ölvi
Titill í handriti

Hér byrjast rímur af Líbertín og Ölver

Upphaf

Mun eg fram úr mærðar kjós / Mönduls ferju ýta ...

Niðurlag

... kvendin fróð því endar óð / undu fríð við þundar smíð.

Skrifaraklausa

Hér endast rímur af Líbertín og Ölver ortar og endaðar í Selvogi dag 9da nóvember 1762 af Gunnari Ólafssyni. Nú að nýju skrifaðar dag 3. maí 1763 af Þorkeli Jónssyni á Hrauni í Grindavík (169r)

Athugasemd

8 rímur.

Efnisorð
12 (169v-175v)
Þegjandi dans
Titill í handriti

Hér skrifast nokkur eirindi erindi [sic] sem kallast Þegjandi dans

Upphaf

Margir fróðir menntasafn / minnisvert á grundu til fundu …

Niðurlag

... hróðrar smiður líði ljóð / á þann veg þessi.

Skrifaraklausa

Skrifað anno MDCCLXIII, dag XV. október af Þorkeli Jónssyni á Hrauni í Grindavík (175r)

Athugasemd

Aftan við skrifaraklausu eru skrifuð 16 erindi (á blöðum 175v-176r) sem bæta á inn í kvæðið samkvæmt tilvísun.

204 erindi.

Kvæðið hefur verið eignað síra Þorsteini Oddssyni í Holti (ÍB 13 8vo), Jóni Eyjólfssyni varalögmanni (JS 230 4to, JS 260 4to og Lbs 2366 8vo), síra Magnúsi Ólafssyni (JS 492 8vo) og síra Eyjólfi Jónssyni að Þykkvabæjarklaustri (ÍB 105 4to)

13 (176v-180v)
Rímur af Ingibjörgu kóngsdóttur
Titill í handriti

Rímur af Ingibjörgu kóngsdóttur

Upphaf

Gunnblinds valur skal nú skjögta / skjótt til ferðalags …

Niðurlag

... hast því missti hreysti traust.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa dag 1. marti 1767 (180v)

Athugasemd

Nafn höfundar er bundið í niðurlagi 2. rímu. Óvíst er hver höfundur rímnanna er en þær hafa verið eignaðar Jóni á Laugarvatni, Jóni á Gufuskálum, sr. Jóni Guðmundssyni í Reykjadal (JS 47 8vo) og Jóni Þorsteinssyni úr Fjörðum (Lbs 187 8vo, Lbs 1082 8vo og JS 472 8vo)

2 rímur.

Efnisorð
14 (180v-185r)
Rímur af Lúcíus flóttamanni
Titill í handriti

Rímur af Lúcíus flóttamanni

Upphaf

Róms úr bási renni hér / Regins báru ylgur ...

Niðurlag

... hraðir bíði lukku og lið / í lífi bæði og dauða.

Skrifaraklausa

Skrifað anno 1767 (185r)

Athugasemd

2 rímur.

Efnisorð
15 (185r-189r)
Ævintýri af tveim konum
Titill í handriti

Rímur tvær af tveimur konum giftum

Upphaf

Þagnar landi fljúga frá / föðurs haukar alda ...

Niðurlag

... sveit sitji og bæti í mæti teit.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa á Hrauni í Grindavík dag 21. marti 1767 af Þorkeli Jónssyni (189r)

Athugasemd

Höfundur er Jón samanber næstsíðasta erindi.

2 rímur.

Efnisorð
16 (189r-203v)
Rímur af Ármanni
Titill í handriti

Rímur af Ármann

Upphaf

Meistarar hafa það mælt til sanns / mörgu fara þeir nærri ...

Niðurlag

... Hér skal úti Ármanns þáttur / enginn vill hann læra.

Notaskrá

Lesbrigði tekin úr handritinu í Jón Guðmundsson Ármanns rímur eftir Jón Guðmundsson lærða (1637) ... Kaupmannahöfn 1948.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa dag 8. desember, anno 1769 á Hrauni í Grindavík af Þorkeli Jónssyni (202v)

Athugasemd

8 rímur.

Efnisorð
17 (203v-224v)
Úlfars saga sterka
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu af Úlfari sterka

Upphaf

Um þann tíma sem Gyðinga fólk var í herleiðingu til Babýlon varð Cyrus einvalds konungur í Persía ...

Niðurlag

... en kunni þeim ei lengi að halda fyrir Asvero konungi.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa d. 20. janúar 1774. (224v)

Efnisorð
18 (225r-234r)
Lukkunnar forsvar
Titill í handriti

Lukkunnar forsvar

Upphaf

Maðurinn og konan kom eitt sinn fyrir Júpíter, því þau vildu biðja hann um nýja náð ...

Niðurlag

... og framar þessu var þar eitt þverhnípt hengiflug.

Skrifaraklausa

Skrifað 1774 d. 31. desember (234r)

Efnisorð
19 (234r-243v)
Sannferðug undirrétting um heimulleg samtök
Titill í handriti

Sannferðug undirrétting um þau heimuglegu samtök sem lukkulega urðu opinber nóttina milli þess 16da og 17da jan. 1772 þegar fyrir guðs forsjón einni yfirhangandi ólukk varð af vent frá þeim konunglega stað Kaupenhavn og öllum kóngsins ríkjum og löndum ásamt með stuttri og sannferðugri undirréttingu um E. Brandt og J. F. Struenses aumkunarlega þó sáluhjálplega endalykt og síðasta útstandandi dauðastraff. Prentað í Kaupenhavn 1772

Upphaf

Þar finnast fáir einvaldsherrar í veröldinni sem ei hafa mætt einhverjum samtökum og árásum ...

Niðurlag

... og nær vér föllum í hana [syndina] þá láti hann oss fyrir sína náð iðrast og upp standa aftur.

Skrifaraklausa

Skrifað á Hrauni í Grindavík anno 1775, d. 2. nóvember af Þorkeli Jónssyni (243v)

Efnisorð
20 (243v-264r)
Rímur af Elenu
Titill í handriti

Hér byrjast rímur af Elena kóngsdóttur sorgmæddu

Upphaf

Golnis læt eg gnoð á mar / ganga að þessu sinni ...

Niðurlag

... kalli róður æddur inn / illan kvíða magnar senn.

Skrifaraklausa

Hér endar rímur af Elena sorgmæddu kveðnar af Gunnari Ólafssyni og eftir hans eigin hendi skrifaðar af Þorkeli Jónssyni á Kirkjuvogi í Höfnum anno 1777, dag 17. desember (264r)

Athugasemd

11 rímur.

Efnisorð
21 (264r-265v)
Ævintýr af Wyrga Wígtama
Titill í handriti

Eitt ævintýri

Upphaf

Í þýskalandi bjó einn ágætur riddari Reimant að nafni …

Niðurlag

... Eftir þetta allt gjörðist Wyrgi gamall maður mjög og settist í helgan stein og endaði þar svo sína ævi.

Skrifaraklausa

Skrifað anno MDCCLXXVII (265v)

Baktitill

og lyktar svo þetta ævintýr af Wyrga Wígtama.

Efnisorð
22 (265v-266r)
Ævintýri
Titill í handriti

Annað ævintýr

Upphaf

Í Afríka var einn heiðinn kóngur hvör eð ríkti þar 15 árum eftir Christi fæðing …

Niðurlag

… og hélt vel sína trú meðan hann lifði, og bæði þau, ei er hans verka getið meir, og endar svo þetta ævntýr.

Skrifaraklausa

1777 (266r)

Efnisorð
23 (266r)
Ævintýri
Titill í handriti

Þriðja ævintýr

Upphaf

Þar var einn ríkur kaupmaður í borg einni í þýskalandi og var kvongaður …

Niðurlag

… og svo lyktaði hans ævitíð að kaupmaður hafði ei uppá presti og endast svo ævitýrið.

Efnisorð
24 (266v-294v)
Líkafróns saga og kappa hans
Titill í handriti

Hér byrjast saga Líkafróns og hans fóstbræðra

Upphaf

Perander er kóngur nefndur. Hann réði fyrir þeim parti Grikklands er Peloponesus var kallaður …

Niðurlag

… var hann settur yfir Kasealona og stóð fyrir allri kauphöndlarinni.

Skrifaraklausa

Og endar hér sögu Líkafróns d. 19. október 1778 (294v).

25 (294v-305r)
Sindbað sæfari
Titill í handriti

Saga af Sindbað sæfara

Upphaf

Í tíð Califas þess nafnfræga kóngs í Babýlon bjó sá maður bláfátækur þar í staðnum sem hét Sindbað …

Niðurlag

… Þetta bundu þeir fastmælum og unntust síðan til dauðadags.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa d. 24. desember 1778 af Þorkeli Jónssyni (305r)

Baktitill

og lýkur hér að segja frá Sindbað sæfara.

Athugasemd

Úr þúsund og einni nótt

Efnisorð
26 (305r-320v)
Parmes saga loðinbjarnar
Titill í handriti

Saga af Parmes Albertssyni Loðinbirni

Upphaf

Fyrir sunnan Alpes fjöll sem eru takmörk milli Vallands og Frakklands stendur ein borg kölluð Augusti Tarinos …

Niðurlag

… því sjálfur kóngurinn Georgius var Calvinskur.

Skrifaraklausa

Endað að skrifa dag 8. janúari anno 17779 af Þorkeli Jónssyni (320v)

Baktitill

Og lýkur hér að segja frá Parmes Loðinbirni.

Athugasemd

17779: misritað fyrir 1779

Efnisorð
27 (320r-321v)
Sendibréf
Titill í handriti

Eitt sendibréf skrifað 1763

Upphaf

Forliðið sumar var hér gott árferði upp á gras og hey …

Niðurlag

… nú nýlega eru komin 2 skip frá Noreg …

Athugasemd

Allt um útlend tíðindi.

Niðurlag vantar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.

Blaðfjöldi
iii + 322 + ii blöð (200 mm x 152 mm). Autt blað: 1v.
Tölusetning blaða

Gömul arkar- og blaðmerking í bókstöfum, A i - Eeee iiij (3r-322r).

Gömul blaðsíðumerking 8-503 (7r-254v), 503-581 (255r-294r), 584-624 (294v-314v). Blaðsíðutölur eru víða máðar eða skertar. Engar blaðsíðutölur eru greinanlegar á fyrstu 6 blöðunum, sumpart e.t.v. vegna sköddunar blaða. Á 8 seinustu blöðunum eru heldur ekki blaðsíðutölur, sumpart e.t.v. vegna skerðingar blaðanna.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 165-170 mm x 120-130 mm.

Línufjöldi er 26-33.

Griporð á hverri síðu nema á tveim fyrstu blöðunum og á því þriðja hefur það rifnað af.

Ástand

Vantar aftan af handriti.

Talsvert rifið af tveim fremstu blöðunum án þess að hindri lestur og sömuleiðis af þrem öftustu blöðum, einkum því aftasta, svo að ekki verður allur textinn lesinn til fulls, einkum ekki á aftasta blaðinu.

Skrifarar og skrift
Ein hönd (blöð 1r-2v með annarri hendi) ; Skrifari:

Þorkell Jónsson, Hrauni, Grindavík.

Skreytingar

Mjög víða skreyttir upphafsstafir, sjá blað 57v.

Bókahnútar víða, sjá blað 294v.

Fyrirsagnir að jafnaði skreyttar en ólitaðar, sjá blað 305r.

Skreyting í formi bókarhnúts fylgir hverju griporði, sjá blað 277v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra saurblað 3 yngra, þar eru athugasemdir og efnisyfirlit með annarri hendi.

Band

Band frá því á fyrri hluta 20. aldar (209 mm x 164 mm x 58 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd svörtum hömruðum pappír. Kjölur klæddur brúnu skinni og horn hvítu.

Límmiðar á kili.

Kjölur með nettum, gylltum skrautstrikum.

Runólfur Guðjónsson batt.

Fylgigögn

Einn fastur seðill með upplýsingum um aðföng.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland Hraun í Grindavík 1756-1779
Ferill

Eigendur handrits: Þorkell Jónsson lögréttumaður, Sigríður Sigurðardóttir Hansen (1r).

Aðföng

Skúli Sívertsen í Hrappsey, seldi, 11. ágúst 1900.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir fór yfir skráningu 21. nóvember 2012 ; Eiríkur Þormóðsson uppfærði skráningu 10. maí 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir aðlagaði skráningu, 18. janúar 2010 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 21. ágúst 2000.
Viðgerðarsaga

Athugað 2000.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í nóvember 2012.

Notaskrá

Lýsigögn