Skráningarfærsla handrits

Lbs 290 4to

Snorra-Edda ; Ísland, 1700-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Snorra-Edda
Titill í handriti

Bókin Edda ens nafnfræga ... Snorra Sturlusonar ásamt skýringargreinum yfir Gylfaginning ...

Athugasemd

Skrifað um 1780.

Efnisorð
2
Edduskýringar
Titill í handriti

Nokkrar málsgreinir um það, hvaðan bókin Edda hefur sitt heiti

3
Um rúnir
Titill í handriti

Nokkuð lítið samtak um rúnir ... uppteiknað ... af Birni Jónssyni á Skarðsá ... 1642 (aftur skrifað á Nesi við Seltjörn 1829)

Efnisorð
4
Formálar við Eddu o.fl.
Athugasemd

Nýgjörður formáli til bókarinnar Eddu, Annar formáli gjörður af síra Arngrími Jónssyni að Mel, Viðarnöfn í Eddu og Egils drápa Skallagrímssonar með útlegging Björns á Skarðsá

Á lausum blöðum. Allt með hendi Páls Pálssonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
140 blöð (190 mm x 152 mm).
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur; skrifarar:

Óþekktir skrifarar

Páll Pálsson

Band

Skinnband. Álímdir miðar með hendi Páls Pálssonar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 18. og 19. öld.
Ferill

Lbs 269-315 4to, úr safni Páls Pálssonar stúdents.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 2. júní 2023 ; Handritaskrá, 1. b. bls. 198.
Viðgerðarsaga

Lýsigögn
×

Lýsigögn