Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 233 4to

Læknisfræði ; Ísland, 1600-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Uppskurðarfræði
Athugasemd

Uppkast með hendi Jóns Sveinssonar. Þar með og skýring um Pericarpium et dicrimen inter semina herbarum nuda et tecta og Die beste Art Naphta vitrioli zu machen. Allt skrifað á sendibréf.

2
Indledning til Anatomien
Athugasemd

Ósamstætt brot með hendi Sveins Pálssonar

3
Lækningabók
Athugasemd

Brot af lækningabók, með hendi frá um 1680-1700.

4
Um flekkusóttina
Titill í handriti

Stutt og einföld undirvísan um flekkusóttina 1758 og hvað við hana helst er aðgætandi og reynandi

Athugasemd

Brot. Eiginhandarrit höfundar.

5
Um sótt á Suðurnesjum
Athugasemd

Um sótt (flekkusótt?) sem gekk á Suðurnesjum (1797-1798?).

6
Um bólnasótt
Titill í handriti

Ágrip um bólnasótt

Athugasemd

Ritað 1801.

7
Sauðfjársýki
Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Pálsson

Athugasemd

Bréf Bjarna landlæknis Pálssonar til bænda á Íslandi um lækningar við sauðfjársýkinni (dags. 10. nóvember 1762).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
ii + 90 + i blöð (208 mm x 162 mm).
Skrifarar og skrift
Fimm hendur ; skrifarar:

Jón Sveinsson

Sveinn Pálsson

Bjarni Pálsson

Óþekktir skrifarar

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Titill og innihald á saurblaði 2r með hendi Páls Pálssonar stúdents.
Band

Léreftsband bundið í kjöl og horn, marmarapappír á pappaspjöldum. Bundið af Páli Pálssyni. Álímdir miðar með hans hendi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 17.-19. öld.
Ferill

Lbs 233-237 4to, úr safni Steingríms Jónssonar biskups.

Aðföng

Handritasafn Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar var keypt af Valgerði Jónsdóttur 5. júní 1846 og marka kaupin stofnun handritasafns.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 6. október 2021.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi, bls. 182-183.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Páli Pálssyni.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn