Skráningarfærsla handrits

Lbs 34 fol.

Sögubók ; Ísland, 1727

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-20v)
Hjálmþérs saga
Titill í handriti

Sagan af Hjálmþér og Ölver

2 (21r-23r)
Styrbjarnar þáttur Svíakappa
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt Styrbjarnar Svíakappa er hann barðist við Eirek kóng þeirra Svíanna

3 (23v-81r)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hér byrjar Eyrbyggju- eður Þórnesinga sögu

4 (81v-155r)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Lífssaga Egils Skallagrímssonar

5 (156r-557v)
Sturlunga saga
Titill í handriti

Hér byrjast Sturlunga saga

Athugasemd

Blað 404 er á röngum stað, á að vera á milli blaða 387-388

Athugasemdir Hannesar Finnssonar utanmáls

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 558 + i blöð (315 mm x 210 mm). Auð blöð: 155v, 188v-189r, hlaupið yfir opnu en ekki vantar í frásögnina
Skrifarar og skrift
Ein hönd

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Bókahnútar á blöðum: 23r, 81r, 155r, 209v, 394v

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blýantsmerking uppi í horni r-blaða stemmir ekki við blaðtalningu hér

Saurblað 1r er titilblað með hendi Páls Pálssonar stúdents

Band

Skinnband, þrykkt. Með spennum en önnur glötuð

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1727
Ferill

Úr handritasafni Hannesar Finnssonar biskups

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 23. júlí 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 13. mars 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

gömul viðgerð

Myndir af handritinu
53 spóla negativ 35 mm
Lýsigögn
×

Lýsigögn