Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 6 fol.

Lögfræði samtíningur

Tungumál textans
íslenska (aðal); danska

Innihald

1
Jónsbók
Athugasemd

Dönsk þýðing

Efnisorð
2
Konungabréf, réttarbætur og tilskipanir 1275-1646
3
Bréf frá Beyer landfógeta og Müller amtmanni
4
Búalög
Efnisorð
5
Registur

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki í ramma skrýddum blómum // Ekkert mótmerki ( saurblað 11).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Tveir turnar með hliði og bókstafnum N // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 2-172).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Tveir turnar með hliði og bókstafnum M // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 19-352).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Tveir turnar með hliði og bókstafnum L // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 211-436).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki með boga í fléttuðum ramma // Ekkert mótmerki (277-278, 290, 293).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki í oddhvössum ramma // Ekkert mótmerki (310).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Skjaldarmerki með bókstöfum HR innan í og B ofan á auk kórónu // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 359-449).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki (458, 470-472, 476).

Blaðfjöldi
xii + 466 blöð (305 mm x 200 mm).
Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er um 236-245 mm x 121-125 mm.

Línufjöldi er 30-36.

Skrifarar og skrift

Band

Uppruni og ferill

Ferill

Framan við bókina er lýsing Páls Pálssonar, og registur við hana eftir sama er í Lbs 297 4to. Bókin er líklega rituð (aðalhluti hennar) 1623. Hefur verið í eigu "I.P. 1631" (líklega Jakobs Péturssonar, umboðsmanns á Bessastöðum), síðan Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem gaf Birni Gíslasyni í Bæ bókina 1673 (samanber blað 1v), og frá sr. Bjarna Hallgrímssyni í Odda hefur hún komist í hendur Jóns Vídalín biskups og þaðan í handritasafn Steingríms biskups Jónssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Jón Kristinn Einarsson bætti við skráningu 20. september 2018; Halldóra Kristinsdóttir frumskráði, 2017.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , bls. 9

Viðgerðarsaga
Viðgert og bundið af Páli Pálssyni stúdent.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn