Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

KBAdd 376 4to

Þjóstólfs saga hamramma ; Danmörk, 1770

Titilsíða

Saga af Þjóstólfi hamramma svarfdælskum

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(2r-57v)
Þjóstólfs saga hamramma
Upphaf

Kona er nefnd Ingveldur …

Niðurlag

… og gaf sig á mála með Væringjum

Baktitill

og lýkur hér að segja frá Þjóstólfi hamramma.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 62 + i blöð (205-207 mm x 160-162 mm). Auð blöð: 1v, 59r-62v.
Tölusetning blaða
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-61. Titilsíða er ómerkt og hefst blaðtalið á 2r.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-145 mm x 95-100 mm.
  • Línufjöldi er 15-18.
  • Vísuorð eru sér um línu.

Ástand

  • Bleksmitun víða.
  • Gert hefur verið við handritið á jöðrum.

Skrifarar og skrift

Eiginhandarrit Þorleifs Arasonar Adeldahl (sbr. Jorgensen 1979), snarhönd.

Band

Band frá 19. öld (210 mm x 170 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláu marmaramynstri. Vínrauður líndúkur á kili og hornum. Lítill safnmarksmiði á kili og annar á fremra spjaldblaði. Ný saurblöð fremst og aftast en annað saurblað fremst er eldra.

Fylgigögn
Miði með titli sögunnar með hendi konferensráðs Werlauffs er límdur á fremra spjaldblað.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn á árunum 1772-1777.

Ferill
Handritið var keypt á uppboði eftir konferensráð Werlauff.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við í nóvember til desember 1995. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með. Viðgert á jöðrum með japanpappír.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn