Saga af Þjóstólfi hamramma svarfdælskum
„Kona er nefnd Ingveldur …“
„… og gaf sig á mála með Væringjum“
og lýkur hér að segja frá Þjóstólfi hamramma.
Eiginhandarrit Þorleifs Arasonar Adeldahl (sbr. Jorgensen 1979), snarhönd.
Band frá 19. öld (210 mm x 170 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláu marmaramynstri. Vínrauður líndúkur á kili og hornum. Lítill safnmarksmiði á kili og annar á fremra spjaldblaði. Ný saurblöð fremst og aftast en annað saurblað fremst er eldra.
Dót úr eldra bandi er varðveitt í sér öskju.
Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn á árunum 1772-1777.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.
Morten Grønbech gerði við í nóvember til desember 1995. Handritið er í gömlu bandi, en skipt hefur verið um saurblöð og fleira og gamalt dót úr bandi fylgdi, en það er ekki í öskju. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með. Viðgert á jöðrum með japanpappír.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.