Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

KBAdd 62 4to

Hrana saga hrings ; Ísland, 1824

Innihald

(1r-12r)
Hrana saga hrings
Titill í handriti

Saga af Hrana hring Egilssyni

Upphaf

Bárður hét maður …

Niðurlag

… áður hann sigldi

Skrifaraklausa

1824. Skrifað af síra Gísla Brynjúlfssyni eftir afskrift hans ritaðri 1821 í Norðurlandi.

Baktitill

og endar hér þann veg sögu af Hrana hring Egilssyni.

Athugasemd

Skrifaraklausa með annarri hendi.

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 13 + i blöð (220-222 mm x 170-172 mm). Blöð 7bisv og 12v eru auð.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar, ýmist með bleki eða blýanti, 1-23 (bl. 12v er ómerkt og 7bisv er blaðsíðumerkt 14bis).

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn og stakt blað (7bis).
  • Kver III: bl. 9-12, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 190-195 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 28-31.
  • Endar í smátotu á bl. 12r.

Ástand

  • Bl. 1r er dálítið skítugt.
  • Blekklessa á bl. 8v-9r.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Gísla Brynjúlfssonar í Hólmum, snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Bl. 7bis (merkt blaðsíðunúmerinu 14bis) er innskotsseðill með hendi skrifara með niðurlagi kafla 9 á rektóhlið.
Band

Band frá árunum 1995-1996 (230 mm x 197 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Eldra band frá 19. öld (228 mm x 179 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Safnmarksmiði framan á kápu og annar innan á fremra spjaldi. Saumað í kápu. Saurblöð fylgja bandi. Varðveitt í sér öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi árið 1824 (sbr. bl. 12r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við og batt að nýju í febrúar 1995 til mars 1996. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn