„Skipapóstar í Gullbringusýslu“
„Anno 1694 þann 16. maí að Njarðvík innri við Vatnsleysisströnd ...“
Afrit af Skipapósti til Sigurðar Björnssonar lögmanns. Á bl. 4v koma nöfn þeirra sem hafa tekið málið fyrir að Bessastöðum, þann 19. júní 1695: Sigurður Björnsson, L.C. Gottrup, Jón Eyjólfsson og Einar Eyjólfsson. Næst kemur vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir „Original Testetar“ undirritað 8. apríl 1696 af Sigurði Björnssyni. Neðst stendur: „Að framanskrifaðir skipapóstar séu orðrétt skrifaðir eftir Sál. hr. lögmannsins Sigurðar Björnssonar eiginhandar þekkjanlegri vidimation testerar að Útskálum af 15. febrúar 1727 Gísli Jónsson.“
Eitt kver, bl. 1-4, 2 tvinn.
Óþekktur skrifari, fljótaskrift, kansellíbrotaskrift í fyrirsögn og fyrstu línu.
Handritið er í blágrárri pappírskápu (227 mm x 190 mm x 2 mm) og safnmark fremst á kápu. Það er varðveitt í öskju (384 mm x 303 mm x 67 mm) ásamt KBAdd 35 I 4to, KBAdd 35 II 4to, KBAdd 35 III 4to, KBAdd 35 IV 4to, KBAdd 35 V 4to, KBAdd 35 VII 4to KBAdd 35 VIII 4to og KBAdd 35 IX 4to.
Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn er á neðri spássíu á bl. 1r.
Handritið er skrifað á Íslandi á árunum 1694-1712 og er tímasett til fyrri hluta 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 440.
Christine Bronér og Mette Jakobsen, gerðu við handritið í september 1995 til apríl 1996. Handritið er í IX hlutum og er hver í sérstakri kápu nema III er í tveimur og IV í nýju bandi. Allt í einni öskju og fylgdi dót úr gömlu bandi. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995-1996.