„... Úr Kjalarnes þingi skal nefna ix menn ...“
„... en virða þó til fullra aura.“
Óheilt, vantar framan af. Byrjar í Þingfararbálki kafla 2, eyður eftir bl. 4v þar til Kvennagiftingar byrja í kafla 2 (bl. 14r).
Skv. Kålund, Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 433 ætti að vera innskotsblað (186 mm x 144 mm) frá um 1600 „Stóridómur“ (brot), en það er ekki með.
12 kver:
Óþekktur skrifari, ein hönd, textaskrift undir örlitlum áhrifum frá léttiskrift.
Litaðir, stórir og mikið skreyttir upphafsstafir.
Skreyttir upphafstafir, t.d. dreki bl. 16r.
Rauð- og grænlitaðar fyrirsagnir.
Minni litaðir upphafsstafir, við upphaf kafla.
Spássíuteikningar, aðallega dýramyndir.
Flúr lekur niður úr stöfum á neðstu línu bl. 9r.
Band frá árunum 1995-1996 (253 mm x 197 mm x 48 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Límmiði með safnmarki á kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.
Eldra band frá 19.öld (255 mm x 185 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláleitu marmaramynstri. Leður á kili. Saurblöð tilheyra bandi. Safnmarksmiði á kili. Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn á fremra spjaldi auk safnmarksmiða. Lítill brúnn miði með safnmarki frá Konunglega bókasafninu fylgir með ásamt öðru dóti. Bandið er varðveitt sér.
Handritið er tímasett til 16. aldar í Katalog 1900 bls. 433-434.
Á bl. 21r kemur fyrir nafnið „Guðmundur“ og „Guðmundur Jónsson“ á bl. 24v.
Nafnið „Sigurður Eyjólfsson“ kemur fyrir á bl. 34v.
Niels Borring gerði við í ágúst 1995 til maí 1996. Handritið er í nýju bandi, en liggur ekki í öskju. Gamalt band fylgdi í fóðraðri kápu með bendlum. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með ásamt kveraskiptingu.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995-1996.