Skráningarfærsla handrits

KBAdd 8 4to

Jónsbók, 1500-1599

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-75v)
Jónsbók
Upphaf

... Úr Kjalarnes þingi skal nefna ix menn ...

Niðurlag

... en virða þó til fullra aura.

Athugasemd

Óheilt, vantar framan af.

Byrjar í Þingfararbálki kafla 2, eyður eftir bl. 4v þar til Kvennagiftingar byrja í kafla 2 (bl. 14r).

Skv. Kålund, Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 433 ætti að vera innskotsblað (186 mm x 144 mm) frá um 1600 Stóridómur (brot), en það er ekki með.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 75 + i blöð (238-245 mm x 166-175 mm).
Tölusetning blaða
  • Blaðsíðumerking með blýanti 1-149 í efra horni.
  • Blaðmerking með blýanti 1-75 á neðri spássíu rektósíðna.
Kveraskipan

12 kver:

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-6, 1 tvinn.
  • Kver III: bl. 7-13, 3 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver IV: bl. 14-19, 3 tvinn.
  • Kver V: bl. 20-26, 3 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver VI: bl. 27-34, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 35-42, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 43-50, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 51-58, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 59-66, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 67-73, 3 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver XII: bl. 74-75, 1 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 158-160 mm x 125-128 mm.
  • Línufjöldi er 25.
  • Eyður fyrir upphafstafi, bl. 42v-43r, 67r-68v og 70v-72r.
  • Síðutitlar.
  • Kaflatal á spássíum.
Ástand
  • Skv. Kålund, Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 433 ættu að vera 85 blöð, en þau eru 75.
  • Áður en handritið var fyrst bundið inn hefur það orðið fyrir skemmdum.
  • Bl. 14-19 (kver III), voru áður rangt bundin inn, bl. 16, 15, 14, 19, 18, 17.
  • Blöð eru snjáð, stökk og mörg illa farin, sérstaklega fremst og aftast í handritinu.
  • Litir eru farnir að dofna.
  • Blettótt.
  • Blöðin eru óregluleg að lögun, stundum vegna afskurðar.
  • Göt:
    • Á spássíu og skerðir ekki texta: 5, 8, 16, 20, 26, 34, 51, 57, 63, 69.
    • Á leturfleti: 22, 27, 44, 45, 52, 68.
  • Bleksmitun og texti sést í gegn.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, ein hönd, textaskrift undir örlitlum áhrifum frá léttiskrift.

Skreytingar

Litaðir, stórir og mikið skreyttir upphafsstafir.

Skreyttir upphafstafir, t.d. dreki bl. 16r.

Rauð- og grænlitaðar fyrirsagnir.

Minni litaðir upphafsstafir, við upphaf kafla.

Spássíuteikningar, aðallega dýramyndir.

Flúr lekur niður úr stöfum á neðstu línu bl. 9r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Spássíugreinar frá mismunandi tímum, bæði á íslensku og latínu.
  • Pennaæfingar, spássíumyndir og ýmis nöfn.
Band

Band frá árunum 1995-1996 (253 mm x 197 mm x 48 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Límmiði með safnmarki á kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Eldra band frá 19.öld (255 mm x 185 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláleitu marmaramynstri. Leður á kili. Saurblöð tilheyra bandi. Safnmarksmiði á kili. Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn á fremra spjaldi auk safnmarksmiða. Lítill brúnn miði með safnmarki frá Konunglega bókasafninu fylgir með ásamt öðru dóti. Bandið er varðveitt sér.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 16. aldar í Katalog 1900 bls. 433-434.

Ferill
Víða eru skrifuð nöfn: á bl. 15r stendur: Eyjólfur Guðmundsson á þessa lögbók með réttu og nafnið Eyjólfur Guðmundsson kemur aftur á bl. 24r.

Á bl. 21r kemur fyrir nafnið Guðmundur og Guðmundur Jónsson á bl. 24v.

Nafnið Sigurður Eyjólfsson kemur fyrir á bl. 34v.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Niels Borring gerði við í ágúst 1995 til maí 1996. Handritið er í nýju bandi, en liggur ekki í öskju. Gamalt band fylgdi í fóðraðri kápu með bendlum. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með ásamt kveraskiptingu.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995-1996.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jónsbók

Lýsigögn