Skráningarfærsla handrits

KBAdd 41 fol.

Háttalykill Snorra Sturlusonar, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-8r)
Háttalykill Snorra Sturlusonar
Titill í handriti

Hátta lykill Snorra Sturlusonar. I Drottkvætt

Upphaf

Lætur sá er Hákon heitir / hann rekkir lið, bannað ...

Niðurlag

... enn stillis lof.

Athugasemd

99 erindi + C., Galdralag og Njóti aldurs.

2 (9r-10r)
Konungatal
Upphaf

Fra eg landvarn / eftir liðinn ræsi ...

Niðurlag

... er unaðs njóti.

Athugasemd

Óheilt, vantar upphaf.

22 erindi (frá nr. 62 - 83).

Ort til heiðurs Jóni Loftssyni.

Efnisorð
3 (11r-v)
Fornaldarljóð þar sem Óðinn er ákallaður
Upphaf

Vaki þu árgalinn epla goðs ver / og verp valfélöndum kóngi ...

Niðurlag

... hlutu oss her þola.

Notaskrá
Efnisorð
4 (12r)
Minningarkvæði um Harald harðáða
Upphaf

Jöfrum kveð eg alvald efri / afreks verk og þrottinn sterka ...

Niðurlag

... öld nárunga er hrottar sungu.

Athugasemd

Óheilt, vantar aftan á.

Fimm erindi.

5 (13r-16r)
Hreinskrifaður texti, en með villum
Athugasemd

Sami texti og á bl. 9r-12r en hreinskrifaður.

6 (19r-28r)
Index til Snorra Edda.
Titill í handriti

Index Partis 1. Fyrsti partur þessarar bókar inniheldur þetta stuttlega yfirfarið eftir framan settri röð

Upphaf

Um mannkynsins villu andlega, og ...

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 28 i blað (ca 205-234 mm x 165-174 mm). Auð blöð: 10v, 12v, 14v, 16v-18v, 28v.
Tölusetning blaða
Blaðmerkt með blýanti 1-28.
Umbrot
  • Tvídálka.
  • Eindálka (bl. 11, 15 og 19-25).
  • Línufjöldi 24-32.
  • Síðutitill: Hátta lykill Snorra Sturlusonar (bl.1r-8r).
  • Leturflötur afmarkaður með blýants, penna og rauðum strikum.
Ástand
  • Blettótt.
  • Blöð eru stökk og sum eru dökk.
  • Jaðar er snjáður, dökkur og bylgjaður.
  • Bleksmitun.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur:

I. Óþekktur skrifari, kansellískrift.

II. Með hendi Erlends Ólafssonar, kansellíbrotaskrift, bl. 19r-28r.

Skreytingar

Rauðlituð fyrirsögn.

Blekdregnir upphafsstafir með rauðu bleki.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Fremsta saurblað rektósíða: Efst er: 41 og neðar á blaðinu eru pennaæfingar: penni góðr oc sm(?)
Band

Band frá 18. öld (330 mm x 210 mm x mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláleitu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Saurblöð tilheyra bandi (og tvö saurblöð tilheyra handriti). Safnmarksmiði framan á kápu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Kålund tímasetur handritið til síðari hluta 18. aldar (Katalog 1900 bls. 428).

Ferill

Í uppboðskrá Finns Magnússonar nr. 149 fol.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við í ágúst til nóvember 1995. Handritið er í gömlu bandi en skipt var um saurblöð og það er ekki í öskju. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn