„Hér hefur sögu af Hafgeiri Flateying“
„Artus hefur konungur heitið …“
„… og eru frá honum komnar stórar ættir í Noregi.“
Höfum vér eigi heyrt fleira af hans frægðarverkum og lúkum vér hér sögunni af Hávarði Flateying.
Sjö kver.
Eiginhandarrit Þorláks Magnússonar Ísfjörðs, snarhönd.
Lítill bókahnútur í sögulok.
Band frá 19. öld (314 mm x 202 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd pappír með brúnleitu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Upphleyptar rendur á kili og gylling. Titill með gylltu á kili. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
Fastur seðill fremst með hendi skrifara þar sem segir að handritið sé skrifað eftir skinnbók frá 12. öld sem hafi komið frá Íslandi árið 1774.
Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Kålund tímasetur það til síðari hluta 18. aldar (Katalog 1900 bls. 435).
Sjá nr. 251 b fol. í uppboðsskrá Bernhards Møllmann 1783.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.
Morten Grønbech gerði við í ágúst til nóvember 1995. Ekki hreyft við bandi en lagt í nýja öskju. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.